Sértækar aðgerðir vinsælar

Svo virðist sem ekki megi tala um almennar skattalækkanir á Íslandi í dag. Alltaf þurfa þær að vera sértækar.

Nú er svo komið að á Íslandi segjast "tæp 42 prósent hafa keypt barnaföt síðast í útlöndum" (frétt). Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sjálfur bý ég í Danmörku og við hjónin fáum oft beiðnir frá vinafólki á Íslandi um að kaupa þetta og hitt á börnin og senda til Íslands. 

Íslendingar kaupa líka raftækin sín í útlöndum. Við þessu er brugðist með sértækum skattalækkunum (t.d. á lestölvur og iPod spilara). 

En það sem gleymist yfirleitt í umræðunni er að allir skattar á allt eru slæmir og hafa neikvæðar afleiðingar. Þeir ýta yfirleitt heiðarlegu fólki á hættulegar brautir. Venjulegt fólk fer að reyna koma sér í kringum lögin með smygli eða annarri neðanjarðarstarfsemi. Virðingin fyrir lögunum minnkar. 

Nú er svo komið að annað stærsta hagkerfi heims er neðanjarðarhagkerfið, og það fer ört stækkandi. Á Íslandi skipta eiturlyf, lambakjöt, raftæki og áfengi um hendur á hinum svarta markaði. Viðgerðarþjónusta ýmis konar er nú í auknum mæli boðin "svart". Færri og færri láta klippa sig löglega.

Ekki dugir að herja á hinn vaxandi svarta markað með sértækum skattalækkunum. Ríkið allt þarf að minnka álögur sínar á allt og alla. Núna stefnir í óefni þótt tæki eins og iPod og Kindle hafi fengið léttari opinberar álögur. 


mbl.is Vilja lækka vask á barnavörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband