'Hagsmunir ríkisins' eru pólitískir hagsmunir ráðherra

Að auki er nú gert ráð fyrir að ráðuneytið hafi heimildir til að grípa inn í framkvæmd samnings ef hún er að fara úr böndum eða slíta samningssambandi ef það þjónar ekki hagsmunum ríkisins.

Meint "endurskoðun" menntamálaráðuneytisins hefur pólitískt markmið: Að ríkisvæða það sem er núna í höndum annarra en ríkisins. Það þjónar, að mati ráðherra, "hagsmunum ríkisins".

Til að ná þessu markmiði er eftirfarandi gert:

  • Skilyrði þess að ríkið geti rift samningum við einkaaðila eru víkkuð (þau lempuð).
  • Skilyrði þess að fá að gera samning við ríkið eru hert.
  • Eftirlit er aukið, og skýrsluvinna þeirra sem ríkið semur við sömuleiðis.
  • Yfirbygging er aukin með tilheyrandi kostnaði.
  • Minna og minna þarf til að fá áminningar, og sífellt færri áminningar hafa sífellt alvarlegri afleiðingar í för með sér.
  • Engir nýir samningar eru gerðir, og það útskýrt með ýmsum tæknirökum, sbr. eitthvað af ofannefndu.

Með því að boða stefnubreytingar sem þessar geta ráðherrar náð pólitískum markmiðum sínum í gegnum skrifræði og tæknilegt yfirbragð. Í þessu tilviki er pólitískt markmið að útrýma einkaframtaki í menntakerfinu. Því verður náð ef ráðherra gefst nægur tími til að hrinda áformum sínum í framkvæmd.


mbl.is Ráðuneyti endurskoðar samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband