Pýramídi á Skaldbreið gæti líka "skilað tekjum"

Háskóli Íslands skrifar nú skýrslu til að rökstyðja fyrirfram pantaða niðurstöðu. Enginn skal láta koma sér á óvart að menn reikni sig fram til stórkostlegs hagnaðar vegna Hörpu. Pantaðar niðurstöður eru jú eðli málsins samkvæmt fyrirfram gefnar.

Samkvæmt reikniaðferðum háskólamanna væri vel þess virði að athuga að steypa íslenskum skattgreiðendum í 100 milljarða skuld og nota hana til að reisa pýramída á Skjalbreið. Fjöldi erlendra gesta mundi koma til að virða það furðuverk fyrir sér, og þeir mundu eyða 30 þúsund á sólarhring, og vera að jafnaði í 5 daga á landinu. Rannsóknir á áhrif lífríkis í kringum Skjaldbreið gætu skilað miklum "tekjum" vegna komu erlendra fræðimanna til landsins, sem eyða að jafnaði 50 þúsund á sólarhring, og dvelja að jafnaði í 2 vikur yfir sumartímann og 1 viku á veturna.

Vitaskuld verða menn að passa sig á að reikna ekki með hinu ósýnilega tapi vegna pýramídans (frekar en tapsins sem eigendur annarra ráðstefnuaðstaða verða nú fyrir vegna ríkissamkeppninnar). Skuldsetning skattgreiðenda mundi vissulega halda þeim frá því að kaupa sér ný föt eða ferskara kjöt, og tekjur í fataverslunum og kjötbúðum minnka sem því nemur. En pýramídinn - hann er stórkostleg viðskiptahugmynd sem þurfti ríkisaðstoð til að koma á laggirnar!


mbl.is Harpa skilar yfir milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég hefði einmitt áhuga á að sjá hver er heilddarkostnaður við hörpu á hverju ári (afborganir af lánum + kostnaður við uppihald) borið saman við tekjur á ári.

Einnig væri gaman að vita eins og þú minnist á hversu mikil raunveruleg aukning er á ráðstefnum hérlendis út af hörpunni, ekki hversu mikið harpan sjálf er með án þess að taka inn í reikninginn hversu mikið hefur Harpan af öðrum ráðstefnuaðstöðum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.10.2011 kl. 11:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sennilega er aðstaða í Hörpu boðin á spottprís miðað við það sem einkaaðilar þurfa að afla til að skila hagnaði. Harpan er jú rekin með bullandi tapi (fyrir því hefur alltaf verið gert ráð fyrir) og spurningin því bara um að reyna slá á tapið, sama hvað það gerir fyrir rekstrarumhverfi samkeppnisaðila Hörpu.

Geir Ágústsson, 13.10.2011 kl. 11:25

3 identicon

Það er varla hægt að taka mark á þessum ráðstefnutölu.  

Yfir 14.000 mann á 24 ráðstefnur.  Meðaltalið er þannig að ráðstefnurnar myndir passa í sali sem fyrir eru.

Ég er viss um það að þegar Marriott opnar við hliðina og ráðstefnusöludeild Hörpu og söludeild Marriott verður samhæf, þá verður stökk í ráðstefnum í Hörpunni. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband