Þegar Íslendingar þorðu

Sú var tíð þegar íslenskir ráðamenn gátu tekið sjálfstæðar ákvarðanir um málefni og höfðu þor til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisbaráttan við Dani og þorskastríðin við Breta eru sennilega stærstu sigrar íslenskrar stjórnmálastéttar. Icesave-málið stefnir í að verða stærsta tapið, a.m.k. þar til ESB-aðlögun er komin á endastöð.

Össur Skarphéðinsson lætur nú ljósmyndara taka myndir af sér við skjöl sem minnir á ákvörðun sem Íslendingar tóku án þess að óttast álit annarra. Íslenskir ráðamenn skoðuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að sjálfstæði Litháa ætti að viðurkenna. Skítt með álit annarra þjóða. Sjálfstæðið var viðurkennt.  Rússar fóru í fýlu við okkur. Á endanum náðist samt sátt enda um réttlætismál að ræða. 

Minningarskjöldurinn í Vilníus minnir á tíma þegar íslenskir ráðamenn þorðu. Þeir tímar eru nú fjarlæg fortíð. Össur er holdgervingur þeirra sem beygja sig og bugta þegar "útlendingar" ráðleggja okkur að gera það.


mbl.is Afhjúpaði minningarskjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þú viljir aðild að ESB stangast rosalega á við vilja þinn að íslenskir ráðamenn taki sjálfstæðar ákvarðanir. Ef við verðum meðlimir félags á borð við Evrópusambandsins þá hefur sjálfstæði okkar endanlega glatast.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Davíð,

Þú hefur sennilega misskilið mig. Ég sagði að Icesave-málið stefni í að verða stærsti ósigur íslenskrar stjórnmálastéttar, en þegar ESB-aðlöguninni er lokið þá er hún orðin stærsti ósigurinn. En fram að því: Icesave-málið.

Geir Ágústsson, 12.2.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband