Sósíalismi andskotans

Þetta voru einkabankar og ég er þeirrar skoðunar, að inntak kapítalisma sé að ef einkastofnanir falli þá eigi að leyfa þeim það.

Ég er sömu skoðunar og Ólafur Ragnar Grímsson. Kapítalismi snýst um að hafa frelsi til að græða og frelsi til að tapa án þess að gróðinn sé gerður upptækur eða tapið þjóðnýtt. Frelsi og ábyrgð þarf að haldast í hendur. Frelsi án ábyrgðar er ekki kapítalismi, heldur sósíalismi, þar sem stjórnmálamenn hafa frjálsar hendur til að skipta sér af öllu en þurfa aldrei að éta afleiðingarnar af slæmum ákvörðunum. Sjá einnig: Sósíalismi andskotans (stefnu ríkisstjórnarinnar í nánast öllu).

Það er ánægjulegt að fylgjast með Ólafi Ragnari halda uppi málstað Íslands í útlöndum. Alþingismenn okkar eru svo sannarlega ekki að gera það. Menn úr viðskiptalífinu eru jafnvel að tala Ísland niður og telja sjálfsagt að það gagnist fyrirtækjum sínum. En Ólafur Ragnar er að standa sig vel. Vonandi tekur hann stuðning sinn við Ísland alla leið með því að hafna Icesave III, sem í eðli og inntaki er nákvæmlega sama eiturpillan og Icesave II, en á annarri vaxtaprósentu (stigsmunur, ekki eðlismunur). 

Ef Icesave II voru blóðugar barsmíðar á íslenskum skattgreiðendum, sem ber að hafna, þá er Icesave III rotandi höfuðhögg, sem ber einnig að hafna. 


mbl.is Leyfðum bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hver svo sem isminn er á Íslandi í nú um stundir, þá er verið að þjóðnýta tapið og þar dregur ÓGR ekki upp rétta mynd.  Vonandi sannar hann sig í stuðningi við þjóðina og það sem hann lætur í veðri vaka með því að senda icesave þjóðaratkvæði.  Fyrir að hafa gert það á sínum tíma hefur gefið honum tækifæri til að láta jós sitt skína í erlendum fjölmiðlum. 

Magnús Sigurðsson, 5.2.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur skilur ekki endilega inntak kapítalisma, en hann segir stundum rétt frá því engu að síður.

Ólafur skilur sennilega ágætlega hvað er í gangi á Íslandi, en segir sennilega rangt frá því viljandi engu að síður.

Ólaf er erfitt að styðja í öllum málum og á öllum stundum. Honum er erfitt að treysta og hann á það til að skipta um skoðun og stefnu eftir vindátt. En akkúrat í þessu máli, hvað varðar þjóðnýtingu á Icesave-kröfum Breta, ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn og styðja hann í málflutningi sínum.

Geir Ágústsson, 5.2.2011 kl. 12:15

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki verið annað en bjartsýnir á að hann leifi okkur að ráða hvort við borgum Icesave eins og það er framsett.

Ég kalla eftir ábyrgðarmönnum bankans að þeir gefi sig fram og svari til saka og um leið fjármununum sem voru í þessum reikningum þá fyrst getum við farið að ræða Icesave fyrr ekki!

Sigurður Haraldsson, 5.2.2011 kl. 12:36

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú hreykir Ólafur Ragnar sér (réttilega) yfir því að hafa sparað okkur hundruð milljarða króna. Þar finnst honum hann hafa gert sitt. Líkurnar á því að hann endurtaki leikinn eru nær engar, því að nú finnst honum að þjóðin og þingið sé með þessu, auk þess sem hann yrði ella sakaður um valdníðslu. Hann tryggði sér "Grand Exit" og fer ekkert að fórna því.

En ótrúlega er hann góður málsvari Íslands gagnvart hörðustu spyrjendum í heimi eins og á BBC Hard Talk. Hann rúllað því upp!

Ívar Pálsson, 5.2.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband