Samstaða um sósíalisma?

Hvers vegna geta Íslendingar ekki bara þegjandi og af mikilli samstöðu smalað sér á bak við sósíalisma ríkisstjórnarinnar og kyngt þeim pillum sem hún reiðir fram? Þessi skortur á "samstöðu" um sósíalisma fer óskaplega í taugarnar á sósíalistum, sem héldu hægt væri að nýta "neyðarástand" kreppunnar til að koma hér á mun öflugra ríkisvaldi, með mun þræði samfélagsins á sinni hendi. Mótstöðulaust.

Íslendingar eru góðir í samstöðu. Þeir horfa á landsleiki í handbolta þegar karlalandsliðinu gengur vel í útlöndum, senda peninga til bágstaddra fórnarlamba snjóflóða og eldgosa, og gefa gjarnan mikið til góðra málefna þegar óskað er eftir stuðningi.

En það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að samstaðan um sósíalisma sé jafngóð. Sem betur fer segi ég.


mbl.is „Tímabært að láta af illmælgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband