Skuldsett neysla

Dagur B. Eggertsson lofaði fyrir kosningar að hækka skatta og auka skuldir. Hann stendur við það loforð. Að hann tali eins og hann hafi nokkurn tímann hugleitt aðrar leiðir, t.d. lækka útgjöld borgarinnar, er allt að því lygi. 

"Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni ..." sagði Dagur í kosningabaráttunni.

"Besti flokkurinn" afhjúpaði sig snemma sem dæmigerður vinstriflokkur sem safnar skuldum, hækkar skatta og kennir fráfarandi stjórnvöldum um. Ekkert frumlegt, nýtt eða ferskt við það. Bara dæmigerð vinstristjórn eins og í langflestum öðrum sveitarstjórnum á Íslandi, og auðvitað á Alþingi.

Borgarstjórn hækkar nú alla skatta og öll gjöld og þvingar þar með fleiri og fleiri borgarbúa á betlandi hnéskeljarnar við dyr ráðhússins. Þar verður þeim réttur matarskammtur og einhver fjárhags"aðstoð" til að brúa bil tekna, skattpyntingar, útgjalda og innkaupa á lífsnauðsynjum. Þetta finnst stjórnmálamönnum vera gott ástand. Þannig búa stjórnmálamenn til góða kjósendur.


mbl.is 6,5 milljörðum varið til fjárfestinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband