Hvar eru sökudólgarnir?

Skotturnar, samstarfsvettvangur kvennafélaga á Íslandi, hvetja konur til að yfirgefa vinnustaði sína þegar 66% vinnudagsins er lokið næsta mánudag, eða kl. 14:25. Er það í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands sem sýna að konur voru með 66% af heildartekjum karla á síðasta ári.

Einmitt það já.

Sumt fólk heldur því fram að konum sé mismunað á atvinnumarkaði. Að þær fái minni laun fyrir sömu eða "sambærilega" vinnu og karlmenn. Því er jafnvel haldið fram að konum sé "mismunað" með kerfisbundnum hætti innan hins opinbera, þar sem laun eru meira og minna ákvörðuð út frá töxtum, þar sem aldur, menntun og reynsla er sett inn til að fá launatölu út.

Gott og vel. Segjum að þetta sé satt og rétt.

Hverjir eru það þá sem framkvæma þessa mismunun? Hverjir eru það sem taka fólk í atvinnuviðtöl, bjóða laun, fá gagntilboð og ná svo samningi um tiltekin laun, t.d. grunnlaun? Ef um mismunun er að ræða, þá hlýtur einhver að framkvæma hana, ekki satt?

Ég bíð spenntur eftir nafnalista frá Skottunum. Ef mismunun á sér stað, þá hlýtur einhver að framkvæma þá mismunun. Hverjir eru það?


mbl.is Hvetja konur til að leggja niður vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Mér finnst eitt alltaf skrýtið í þessari umræðu.  Ég rek rúmlega 40 manna fyrirtæki - og þar eru margvísleg störf - sum mjög hátt launuð og önnur ekki.

Þegar ég auglýsi starf þar sem mjög há laun eru eru í boði og mjög erfitt er að finna fólk í (sér í lagi forritunarstörf) eru það nánast eingöngu karlmenn sem sækja um.  Þegar lægra launuð störf (sem auðvelt er að finna fólk í) eru auglýst (t.d. þjónusta og símavarsla), þá snýst þetta við.

Ef konur leita ekki í hálaunastörf, hvaða rétt hafa þær þá til að kvarta?

Púkinn, 18.10.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Sigurjón

Sælir verið þið.  Góðir punktar hjá ykkur báðum og tek ég heilshugar undir þá.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 18.10.2010 kl. 11:35

3 identicon

Strákar: samfélagið í heild sinni, karlar og konur. - ekki nokkur nöfn karla á lista! ",

Og þótt ótrúlegt megi viðrast að þrátt fyrir ferkantaða launataxta um menntun, aldur og starfsaldur þá er enn launamunur þrátt fyrir að allar breytur séu teknar með í reikninginn. Meira að segja í kennarastéttinni.

 Púki. Já, oft er þetta svona (þó ekki alltaf þó það sé alltaf á 40 manna vinnustaðnum þínum). Margar konur sjá sig ekki fyrir sér í þessum störfum og hafa ekki sjálfstraust í það, því þannig hefur það ekki verið. sbr Madeline Allbright þegar hún varð secretary of state, sagði hún: I had never seen a secretary of state in a skirt... En hún braut venjuna. Það er alltaf ein og ein manneskja.

Svo það eru konur og karlar sem viðhalda hefðinni. Við erum nú einu sinni öll bara samfélagslegar afurðir, ekki satt? Er það ekki þess vegna sem við borðum oft með hnífapörum og kúkum í klósett??!

skottinn (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:22

4 identicon

Ég er eiginlega sammála þér! Ekki tek ég þátt í þessu enda á mjög fínum launum. :)

Kolla (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:29

5 identicon

En þó að við séum á góðum launum, á maður þá að hundsa það þegar öðrum er mismunað vegna kyns?

Eigum við að hundsa það þegar feðrum er mismunað gagnvart börnunum sínum, því þeir eru feður? -dæmi í hina áttina.

við búum í samfélagi þar sem þetta viðgengst... er þá ekki brilliant að reyna að leggja sitt á vogarskálarnar, til þess að styðja réttlátara samfélag?

 ... þó við séum á háum launum

Skottinn (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:04

6 Smámynd: Muddur

Það er einhver óútskýrður launamunur til staðar en hann er alls ekki 34%. Svona fréttir eru villandi. Hef séð mörg dæmi um að einhverri svaka prósentu er slegið upp í fyrirsögn, en svo kemur kannski fram neðst í greininni að óútskýrður launamunur sé 3,2% eða 5,1% eða eitthvað álíka. Þann mun er að einhverju leiti hægt að skýra með því að almennt séð eru konur feimnari við að sækjast eftir launahækkunum en karlar. Það er í raun þeim hugsunarhætti sem þarf að breyta, þ.e. efla sjálfstraust kvenna, en ekki samt með einhverjum lagasetningum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja eða öðru slíku bulli.

Muddur, 18.10.2010 kl. 13:14

7 identicon

Þetta liggur báðu megin við borðið, hjá konum og körlum, þe samfélaginu í heild. Konur eru lakari við að sækja um launahækkun, vinnuveitendur (kk+kvk) eru lakari í að veita konum þær.

Þurfum að vekja alla til umhugsunar: konur og karla. 

til eru mýmargar rannsóknir um vinnuveitendur í þessu samhengi. Ein frá HÍ þar sem yfirmenn fengu ekki að sjá nöfn umsóknanna (s.s. kyn) og síðan hvað var raunverulegt, hvað viðkomandi fékk í laun+stöðu. Munurinn var sláandi.

Leitaðu hana endilega uppi, t.d. á gegni.

Góða vinnuviku!

Skottinn (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:03

8 identicon

Skottinn: En þó að við séum á góðum launum, á maður þá að hundsa það þegar öðrum er mismunað vegna kyns? Ekki ber ég ábyrgð á því að konur sem eru á lágum launum velji Þâ vinnu. Er það ekki þeirra val að velja þessa vinnu? Ég hef enga trú á að launin eigi eftir að hækka við þennan gjörning.

Kolla (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:59

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er svo margt sem "tölurnar" segja sem verður ekki almennilega útskýrt, og hvað þá með tilvísun til mismunandi tegund kynfæra hjá fólki!

Af hverju fá hávaxnir karlmenn hærri laun en lágvaxnir? Er það vegna mismununar eða e.t.v. skorti á sjálfstrausti hjá þeim lægri til að krefjast hærri launa eða láta ljós sitt skína?

Af hverju fá grannir kvenmenn hærri laun en þeir sem teljast til þeirra feitari?

Og svo framvegis:

The long and short of it?
Plain men earn 15% less
Plain women earn 11% less
Tall men earn 5% more than average men and 10% more than short men
Fat women earn 5% less
Fat men earn as much as slim ones
 
Allar kenningar velkomnar.

Geir Ágústsson, 18.10.2010 kl. 18:18

10 identicon

Svarið við þessu öllu er það sama, Geir. Fordómar atvinnurekenda og samfélagsins, mögulega í bland við sjálfstraust einstaklingsins.

Það er betra að vera karl en kona, betra að vera myndarlegur en ljótur, betra að vera hávaxinn en lágvaxinn, og allra verst er að vera feit kona. Þetta eru gildin í samfélaginu og þau endurspeglast á vinnumarkaði.

Þetta sýnir betur en nokkuð annað að laun eru EKKI bara ákvörðuð út frá hæfni eða vinnuframlagi, heldur spila þar margir þættir inn í, þar á meðal kyn.

Anna (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:19

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna,

Áttaðu þig á því að það er "fórnarlömbum" mismununar í hag að fyrirtæki hafi sem frjálsastar hendur til að semja um laun við starfsmenn sína og umsækjendur, auk þess að geta rekið og ráðið eftir þörfum og aðstæðum. 

Ein ástæða þess: "Now, if I am an employer and I know that I am stuck with a worker once I hire him, don't you think I will be more likely to economize on information (i.e., discriminate) before I hire him? Conversely, in a free-market, I will be more likely to take a risk on somebody and give him a chance (and not indulge my initial "prejudices") because I know if he ends up being a poor selection, I can easily fire him. Those who advocate "fair labor laws" had better be careful what they ask for."

Geir Ágústsson, 19.10.2010 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband