Já nákvæmlega - 2 ár!

Það eru rétt tvö ár síðan við fórum fram af hengifluginu í íslensku efnahagslífi, vegna þeirrar efnahagsstefnu, vegna þeirrar efnahagsráðgjafar.

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir, sem bendir til þess að hún geri sér grein fyrir að það eru, einmitt, 2 ár síðan hagkerfið hrundi. 2 ár. Það er kannski ekki langur tími, en engu að síður tími sem margar ríkisstjórnir hafa nýtt á mjög mismunandi hátt.

Sumstaðar hefur ríkisvaldið tekið á hallarekstri sínum með lækkun útgjalda og auknu aðhaldi. Sumstaðar hafa peningaprentvélarnar verið settar í gang. Sumstaðar hafa "lánalínur" verið nýttar til að kaffæra ríkissjóði í skuldum - skuldir sem síðan eru nýttar til að fjármagna neyslu.

2 ár eru e.t.v. ekki langur tími, en engu að síður nægur tími til að gera ýmislegt rangt og þannig gera vont verra. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur gert slæmt ástand að mun verra ástandi. Mörg hagkerfi eru byrjuð að jafna sig, en á Íslandi sekkur skipið dýpra og dýpra.

Íslensku "norrænu" velferðarstjórninni væri nær að hætta að apa upp efnahagsstefnu Bandaríkjanna (skuldsett neysla og peningaprentun) og byrja að apa upp efnahagsstefnu Svía (lækkun skatta og aðhald í ríkisrekstri).


mbl.is Styður frumvarpið en hefur ekki áhuga á álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband