Eyðsla á neyslulánum = hagvöxtur?

Hugtakið "hagvöxtur" eins og það er skilgreint af hagfræðingum þýðir, á tungutaki leikmannsins, neysla. Eyðsla og neysla ríkisins + eyðsla og neysla einstaklinga og fyrirtækja = hagvöxtur.

Nú segja hagfræðingar og stjórnmálamenn að "hagvöxtur" sé að mælast á Íslandi. Það þýðir einfaldlega að Íslendingar eru að eyða meira í ár en í fyrra. Á sama tíma eru skuldir að vaxa. Eyðslan er skuldsett neysla. Og er skuldsett neysla einhverjum holl? Nei. Það tel ég ekki vera.

Ætla leyfa mér að vitna í sjálfan mig núna:

Viðbrögð hins opinbera við hruninu hafa verið einföld: Hækka skatta og auka skuldir. Bæði ríkisstjórnin og flest sveitarfélög hafa gripið til þessa ráðs. Hugsunin er sú að með því að taka lán til að halda veisluhöldunum áfram þá megi koma í veg fyrir timburmenn fyrri veislunnar. Skuldsett neysla með notkun fleiri og fleiri kreditkorta er eina ráð íslenskra stjórnmálamanna til að bregðast við tekjumissinum eftir hrunið.

Einmitt það.


mbl.is Betri staða efnahagsmála en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir, þetta er stutt og laggóð skíring hjá þér.  Hagfræðingar eru menntaðir í að flækja einfalda hluti og svo stjórnmálamenn að skilji þá ekki.

Magnús Sigurðsson, 3.9.2010 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband