Verða búslóðirnar kannski 20 á viku bráðum?

Ef fer sem horfir þá mun landflóttinn halda áfram og jafnvel aukast á næstu misserum. Efnahagsstjórnin er í molum og ennþá er verið að gera illt verra. Þetta hljóta meira að segja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að sjá.

Hver er svo leiðin út úr kreppunni? Hún er sáraeinföld. Ríkið þarf að hætta að eyða meira en það hefur í tekjur, og það sem það hefur í tekjur er alltof mikið. Ríkið þarf sem sagt að skera útgjöld sín niður um tugi prósenta og lækka skatta á allt og alla. Þetta er sögulega séð besta leiðin út úr efnahagshruni. Sú versta er að skuldsetja ríkið á bólakaf og hlusta á þá sem tala um að "eyða" sig út úr kreppunni með skuldsettri neyslu.


mbl.is Allt að 10 búslóðir fluttar til Noregs í hverri viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband