Gagnslaus spá byggð á sandi

Nýjasta spá Hagdeildar ASÍ er gagnslaus og spáir hvorki rétt á röngum forsendum né rangt á réttum forsendum. Ef hún gengur eftir þá verður það af tilviljun einni.

Talað er um að atvinnuleysi sé ekki eins slæmt og talið var í fyrri spá. Þetta er útskýrt á einum stað: "Skárri staða skýrist m.a. af því að fleiri hafa dregið sig út af vinnumarkaði en áætlað var."

Er lágt atvinnuleysi jákvæð hagstærð ef það verður m.a. útskýrt með því að verðmætaskapandi hendur hafa hreinlega flúið land? Er hið lækkandi atvinnuleysi þá ekki merki um að verðmætasköpun og þar með "vöxtur" hagkerfisins verði rýrari en ella? Hefði þá ekki verið betra að hafa iðjulausar en hæfileikaríkar hendur á landinu svona nú ef ske kynni að einhver þyrði að fjárfesta í vinnu þeirra? Er hið fallandi atvinnuleysi sem afleiðing landflótta þá ekki merki um að hagvöxtur verði minni en ella, þegar hinar atvinnulausu hendur voru a.m.k. á landinu og tilbúnar í uppbygginguna þegar kallið kæmi?

Allar spár ASÍ um "verðbólgu" (sem þeir skilgreina sennilega ranglega sem hækkandi verðlag, en ekki réttilega sem aukning á peningamagni í umferð) eru gagnslausar á meðan hér ríkja gjaldeyrishöft og gengi íslensku krónunnar er afskræmd spegilmynd af raunverulegu verðmæti hennar á markaði, og fær ekki að leiðrétta sig.

Hagvaxtarspá ASÍ hefur m.a. sem forsendu að "fyrirhugaðar stórframkvæmdir í atvinnulífinu komist á skrið á næsta ári og auki verulega á atvinnuvegafjárfestinguna næstu tvö árin" og þar með er hagvaxtarspá ASÍ strax orðin gagnslaus og úreld. Ríkisstjórnin hefur gert allt sem á hennar valdi stendur til að flæma fé og fjárfesta frá landinu, og þeir fáu sem hafa þorað að tala um fjárfestingar á Íslandi (t.d. einkaspítala á Reykjanesi, virkjanir eða hugmyndir Magma Energy) fá skammir frá yfirvöldum. 

Hagdeild ASÍ byggir spá sína á tvennum stoðum:

  • Hagfræðinálgun sem byggist á módelum og reiknilíkönum, en ekki raunveruleikanum
  • Pólitískri nálgun sem endurspeglar með engu móti pólitískan raunveruleika í dag

Þessa spá er því rólega hægt að setja ofan í skúffu og leyfa henni að dvelja þar. 


mbl.is Spá 4,8% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband