Hvernig Icesave kom til

Þörf áminning hjá jarðfræðingnum, íþróttafréttamanninum, kennslufræðingnum og núverandi fjármálaráðherra landsins (feitletrun mín):

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við afgreiðslu AGS lánsins fyrir helgi ganga skemur en yfirlýsingin frá nóvember 2008. Hann hafnar gagnrýni Bjarna Benediktssonar á yfirlýsinguna og biður hann að lesa rannsóknarskýrsluna og rifja upp hvernig Icesave sé tilkomið.

Icesave málið er þannig tilkomið að stjórnmálamenn úr nánast öllum flokkum Íslands hafa sagt við útlendinga við ýmis tækifæri að Íslendingar muni "standa við skuldbindingar sínar". Gott og vel, og væntanlega átt við þær skuldbindingar sem fjallað er um í ýmsum lögum og samningum Íslands við önnur ríki.

Síðan var tekin pólitísk ákvörðun um að ganga lengra en lög og reglur Íslands og Evrópusambandsins kveða á um og þjóðnýta allskyns skuldir sem hrun bankanna gat af sér. Þar á meðal er Icesave. En áður en slík þjóðnýting er orðin að lögum (sem rétt náðist að koma í veg fyrir með þjóðaratkvæðagreiðslu) þá er Icesave-málið bara spurning um tiltekt, sem gjarnan felur í sér gjaldþrot eða tvö. 

Það er núverandi ríkisstjórn sem ætlar sér að keyra Icesave ofan í kok íslenskra skattgreiðenda. Steingrímur J. getur ekki klínt þeirri ætlan sinni á aðra, sama hvað hann veifar mörgum misvitrum skýrslum framan í fjölmiðlamenn.


mbl.is Engin fyrirheit gefin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband