Gamalt fars í nýjum umbúðum

Steingrímur sagði að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði einfaldlega endurskoðað efnahagsáætlun Íslands og samþykkt hana án nokkurra skilyrða eða fyrirvara og tekið skýrt fram, að þar með opnaðist aðgangur Íslendinga að gjaldeyrislánum frá sjóðnum og Norðurlöndum.  

Steingrímur sagði það síðan vera höndum fjárlaganefndar og Alþingis að ljúka vinnu við Icesave-frumvarpið og hann er bjartsýnn á að það fái farsæla lausn. 

 Eitthvað hljómar þetta kunnuglega. Steingrímur og Jóhanna að lýsa yfir bjartsýni með að AGS vilji loksins leyfa Íslendingum að skuldsetja sig á bólakaf til að greiða fyrir skuldbindingumar einkabanka og áframhaldandi bruðl hins opinbera, í stað þess að herða beltið eins og almenningi er sagt að gera. Gamalt fars í nýjum umbúðum, þar til annað kemur í ljós.


mbl.is Engir fyrirvarar af hálfu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já elskan

eyjank (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband