Friðsamleg mótmæli friðelskandi fólks með geislabaug yfir höfðinu

Þegar yfirvöld í hinum vestræna heimi, þar á meðal Íslandi, lokuðu fólk inni hjá sér, tóku félagslífið úr sambandi, keyrðu fyrirtæki í þrot, hlóðu skuldum á skattgreiðendur framtíðarinnar, sprautuðu stórhættulegu glundri í börn og fullorðna, flæmdu ungmenni úr námi og létu fólk ganga um með gagnslausar grímur þá sögðu fáir nokkuð. Íslendingar létu leiða sig inn í sprautuhallir eins og sauðfé í sláturhús. Íslensk ungmenni sögðu ekkert þótt verið væri að taka af þeim bestu árin.

En þegar spurningamerki eru sett við að troða nokkur hundruð flóttamönnum inn í kerfi sem nú þegar er sprungið (vegna fólks sem er einfaldlega að flýja úr fátækt í bætur) þá verður allt vitlaust. 

Þá má tjalda fyrir framan Alþingi, kasta eggjum í Alþingishúsið, ógna lögreglumönnum og auðvitað ráðast að þingmönnum sem þurfa að mæta á óróasvæðið til að sinna starfi sínu sem kjörnir fulltrúar.

Karlmaður sem var þátttakandi í Palestínumótmælum fyrir utan Alþingi fyrr í dag kastaði hlut í bíl Diljár Mist Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann henni að „fokka sér“ ítrekað og lét önnur fúkyrði fylgja.

Í 74. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir:

Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.

Er ballið ekki búið, samkvæmt stjórnarskrá? Ég veit að atvinnu- og félagafrelsisákvæði hennar, auk ýmissa annarra ákvæða, eru dauður bókstafur eins og veirutímar sönnuðu svo rækilega, en hvað með grein 74? Er hún það líka?


mbl.is Mótmælandi réðst að Diljá Mist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aftur á móti virðist ekki mega mótmæla eftir að fá sér í glas.

Tilkynnt um ofurölvi mótmælanda

"Í miðbæn­um var til­kynnt um ofurölvi ein­stak­ling í mót­mæl­um. Sá var vistaður í fanga­klefa."

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2024 kl. 23:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Miklu verra að vera ölvaður en skemmdarvargur og ofbeldismaður, að sjálfsögðu. Hálfgerð and-stjórnarskrárstefna.

Geir Ágústsson, 14.2.2024 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband