Fullir vinahópar

Stór áskorun þeirra sem flytjast í nýtt land er að eignast vini. Þó er þetta mismunandi eftir löndum. Á Íslandi og í Danmörku eiga vinahópar það til að fyllast á námsárunum. Það er ekki skrýtið. Þetta eru árin þar sem heilinn er að mótast. Stórir hópar ungs fólks sitja saman í kennslustofum, fara í bekkjapartý og á böll, fara saman á viðburði og þess háttar og þefar uppi skyldar sálir eða þá með svipuð áhugamál eða kímnigáfu. Þeir sem hafa metnað fyrir náminu leita mögulega í aðra slíka, og öfugt. Námsárin eru eitt stórt stefnumót mikils fjölda og flestir finna í þeim fjölda góða vini, oft til æviloka.

Að námi loknu rennum við vissulega flest inn á stóra vinnustaði en árshátíðin er bara einu sinni á ári og spjallið við kaffivélina kemur alls ekki í staðinn fyrir hangsið á göngum skólanna.

Ég tengi vel við þetta og það gerir mig um leið sorgmæddan því íslensk yfirvöld, og raunar fleiri, völdu að henda sprengju í þetta ferli vináttumyndunar hjá ungu fólki. Þau töldu að náminu mætti bjarga með fjarkennslu og kannski reddaðist það - sjálft námið - að einhverju leyti þótt skólar væru lokaðir og félagslífið í banni. En stór hópur krakka missti af því gríðarlega mikilvæga veganesti í lífið sem heitir tengsla- og vinanet.

Kannski þetta þýði að útlendingar sem flytjast til Íslands geti fundið einhverja með laus pláss í vinahópum. Einhverja úr týndri kynslóð íslenskra ungmenna með skaddað tengsla- og vinanet.


mbl.is Sögðu frá stærstu áskorununum við að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband