Vissir þú ekki að þú værir rasisti?

Samfélagið skiptist í tvo hópa: Rasista og þá sem kalla alla aðra rasista. Ef þú ert rasisti en vilt ekki vera það lengur þá lagar þú það með því að byrja kalla alla aðra rasista. Þannig hættir þú að vera rasisti. Einfalt, ekki satt?

Við þurfum ekkert að spá í skilgreiningu orðabókar á því hvað er að vera rasisti (eitthvað með kynþáttafordóma). Nei, rasisti er sá sem kallar ekki alla aðra rasista. Þannig er ég til dæmis rasisti því ég kalla fólk ekki rasista.

En hvað réttlætir að kalla aðra rasista, og vera þannig um leið ekki rasisti sjálfur?

Það er svo margt. Til dæmis eru þeir rasistar sem segja að takmörkuðum verðmætum Íslendinga eigi frekar að ráðstafa í að hjálpa íslenskum flóttamönnum en erlendum. Þeir eru líka rasistar sem styðja ekki brúnna fólkið í einhverjum átökum í fjarlægum ríkjum. Svo eru þeir jafnvel rasistar sem hafna ákveðinni lyfjagjöf. Rasistarnir vilja líka stöðva geldingar á börnum og kynlíf fullorðinna með þeim, og þeir eru heldur ekkert alltof hrifnir af því að einkarými kvenna séu opin fyrir fullorðnum karlmönnum. 

Ég er sennilega að gleyma einhverju hérna en eitt er ljóst: Þú ert annaðhvort rasisti eða manneskja sem kallar aðra rasista. Hafir þú ekki kallað neinn rasista nýlega þá ertu rasisti. Vissir þú það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

 Bragi Páll Sigurðarson bætir um betur og telur alla sem ekki eru honum sammmála barnaníðinga

Grímur Kjartansson, 21.1.2024 kl. 14:08

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Bara þessi pistill gerir þig að rasista.laughing

Núna er ég orðin rasisti með því að halda því fram

að þessi pistill gerir þig að rasista.

Ef ég hefði ekki gert þessa athugasemd þá væri

ég líklega ekki rasisti.

Jæja, þá er ég bara rasist.

Með bestu rasistakveöjum..cool

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.1.2024 kl. 15:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sælir barnaníðingar og rasistar,

Já, þær eru margar gildurnar í umræðunni og fyrr en maður veit er búið að gjaldfella öll orð sem lýsa illum ásetningi og annarlegum hvötum með því að heimfæra þau upp á venjulegt fólk sem er kannski bara með svolitlar áhyggjur af samfélagi sínu, og auðvitað valdagripdeildum stjórnvalda.

Geir Ágústsson, 21.1.2024 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband