Hættu að reykja og keyptu þér rafmagnsbíl

Ég er háður nikótíni. Ég nota rafrettu og nikótínpúða (fer eftir aðstæðum). Áður fyrr reykti ég sígarettur. Þegar ég ákvað að hætta því og taka upp rafretturnar þá var það einfalt mál og frekar ódýrt. Sparnaðurinn var gríðarlegur. Snemma komst ég að því að sælgætisbragðtegundirnar höfðuðu ekkert til mín. Fljótlega átti ég nokkurn lager af hylkjum, rafhlöðum og öðru sem fylgdi.

Þökk sé rafrettunum og púðunum er búið að koma mörgum út úr sígarettureykingum. Það ættu að kallast góðar fréttir. Tjaran er horfin úr lungunum og líkur á hinu og þessu slæmu lækkaðar margfalt. Auðvitað hefur öll neysla á einhverju ákveðna áhættu í för með sér - meira að segja of mikil vatnsdrykkja getur verið hættuleg. En það mætti halda að minnkandi tóbaksnotkun sé fagnaðarefni.

En auðvitað er það ekki svo. Yfirvöld sjá að skattheimta sín af tóbakinu er að hrynja. Hvað er til ráða? Jú auðvitað að finna upp á ástæðum til að innleiða nýja skatta. Bæði á Íslandi og í Danmörku er allt í einu búið að takmarka úrval og hækka verðlag. Danir fundu upp á nikótínskatti sem hefur margfaldað verð á ýmsum valkostum við sígarettur. Það liggur við að hinn rándýri sígarettupakki sé að verða samkeppnishæfur á ný. 

Yfirvöld vildu fá fólk til að hætta að reykja. Lausnir komu fram. Núna eru þær vandamál, því ríkissjóði vantar aurana.

Eitthvað svipað má segja um rafmagnsbíla. Þeir fá afslátt af sköttum og jafnvel niðurgreiðslur. Síðan uppgötvar ríkið að það vantar peninga í kassann. Gæluverkefnin fjármagna sig ekki sjálf! Þá er hafist handa við að innleiða nýja skatta. 

Kannski er ég alveg sami kjáninn og kaupendur rafmagnsbíla (vonandi ekki samt). Ég lét lokka mig með lágu verði inn í valkost við fyrri lausn. Auðvitað get ég smyglað og allt það og meira að segja með sjálfboðaliða fyrir slíkt. En best væri bara að geta gengið að öruggum vörum á hagstæðu verði, hvar og hvenær sem er. 

Kannski var vandamálið við rafretturnar alltaf það að þær voru frá upphafi á yfirborðinu og sjáanlegar. Kannski áttu þær alla tíð heima á svarta markaðinum. Ríkisvaldið hefði séð minnkandi tekjur af tóbakssköttum án þess að geta brugðist við með skattheimtu á valkostina. Fólk hefði haldið áfram að hrista af sér tjöruna án þess að ríkið gæti stöðvað það. Þá væri kannski ennþá hægt að kaupa ódýra og örugga valkosti við tóbakið.

En að hið opinbera sé núna að fara skattleggja rafmagnsbílana í burtu - það er hið besta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það eru margir kostir við rafmagnsbíla sem liggja í augum uppi en ég sé í fljótu bragði 1 galla sem er að hann veldur ekki úblæstri á co2 út í andrúmsloftið.

Kostirnir eru t.d. sparnaður á dýrmætum gjaldeyri sem fer til olíukaupa og ekki veitir af að spara á hinuum síðustu og verstu. En nú á víst að refsa rafmagnsbílaeigendum fyrir að nota innlenda orku.

Viðhaldskostnaður hrinur sem hlítur að skipta fólk máli þar sem endalaust bætir í skattheimtu.

Minni hljóðmengun.

Mikið þægilegri í akstri svo eitthvað sé nefnt.

Hin óseðjandi skattakrumla eltir allt uppi þangað til ekkert er eftir en það er eins og fólk taki ekki eftir því. 30% ætla að kjósa samfylkinguna sem hefur lofað skattahækkunum.

Fyrst og fremst held ég að venjulegt fólk kaupi rafmagnsbíl í sparnaðarskyni.

Kristinn Bjarnason, 17.1.2024 kl. 19:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Þeir eru hljóðlátir og já það er yndislegt að keyra þá, en hvað varðar kostnað þá ertu að tala úr fortíðinni:

Svekktur yfir að hafa fengið sér rafmagnsbíl: kostnaður orðinn sami og dísel bíll - Frettin.is

Rafmagnið er ekki til lengur. Orkuskipti Íslands, og fiskvinnslanna, eru þau að skipta úr rafmagni yfir í olíu. 

Þeir eru þungir og slíta vegum og þyrla upp svifryki.

CO2-útblástur er heimatilbúin grýla.

Skil best þinn punkt með gjaldeyrinn. Ef það væri nóg rafmagn á Íslandi væri kannski hægt að framleiða rafeldsneyti. 

En óháð því þá hef ég keyrt rafmagnsbíl í nokkur skipti og það var æðisleg upplifun fyrir mig, sem notanda. Fyrir samfélagið í heild var það kannski tap.

Kannski verður búið að þróa rafhlöðurnar betur með tíð og tíma, og virkja meira, og tryggja að skattar á bíla og eldsneyti renni í raun og veru til innviðanna. Í dag eru rafmagnsbílar samt meira og minna sokkinn kostnaður fyrir samfélagið þótt neytendur þeirra fái skammvinna hlýju.

Geir Ágústsson, 17.1.2024 kl. 20:06

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Rafmagnsleysið er nýtt heimatilbúið vandamál og það hlítur að verða leyst ég man ekki betur en staðið hafi til að flytja út rafmagn í gegnum sæstreng fyrir ekki svo löngu síðan. Rafmagnsleysi lít ég á sem algjöran klaufaskap. Ég held að nagladekk spili mun stærri rullu í svifryki og ætti kanski að skattleggja þá sem keyra á nagladekkjum sérstaklega. Áttu til útreikninga sem sýna t.d. svifryksmengun/kg?

Við höfum oft verið tilbúin að leggjast lágt til að ná í gjaldeyri. Að spara gjaldeyri er ígildi gjaldeyrisöflunar.

Kristinn Bjarnason, 17.1.2024 kl. 21:33

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við spörum engan gjaldeyri með því að kaupa rafbíl.

Rafbíll kostar meira en sem nemur eldsneytiskostnaðinum.

Raunkostnaði, meina ég, ekki láta skattheimtna blinda þig, bensín kostar ekkert +300 kr frá seljanda.

Við yrðum að framleiða okkar eigin rafbíla úr okkar eigin liþíum.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2024 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband