Hugsað í lausnum - þetta reddast

Íslendingar búa á eldfjallaeyju nálægt heimskautabaug. Þetta felur í sér bæði tækifæri og áskoranir en með réttu hugviti og hugarfari er hægt að nýta tækifærin til að takast á við áskoranirnar. Þetta hefur gengið sæmilega. Eldfjöll búa til hita sem er hægt að nýta til að kynda hús. Kuldi býr til jökla sem bráðna og vatnsaflið má nýta til að búa til rafmagn. Með því að hugsa í lausnum, frekar en vandamálum, er hægt að tryggja nokkuð fín lífskjör.

Núna skella áskoranir á Íslendinga eins og enginn sé morgundagurinn, en flestar eru manngerðar (verðbólgan, skattarnir, reglugerðirnar). Eitt slíkra vandamála er sú þörf venjulegs fólks til að losna við rusl með reglulegum og hagkvæmum hætti. Núna er það allt í einu ekki hægt. Tunnur eru ekki tæmdar og allskyns gámar fullir. Hvað gera þá lausnamiðaðir Íslendingar? Leysa málin!

Skoðum litla mynd sem mér barst til augna því til staðfestingar (frá manni sem er vægast sagt ekki Sjálfstæðismaður).

sorpa

Er þetta ekki góð leið til að komast í gegnum manngerð vandamál yfirvalda sem við treystum fyrir skóla- og heilbrigðiskerfi, innviðum og orkuöflun? Öllu klúðrað í dag, en alveg hægt að laga.

Að minnsta kosti á meðan við bíðum eftir því að sýn fjármálaráðherra, og sennilega verðandi formanns Sjálfstæðisflokksins, rætist eins og hún var orðuð í nýlegu viðtali:

Ríkið á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu samfélagsins, kjarnanum. Og sinna henni almennilega. Öðru eigum við að leyfa öðrum að finna út úr og sinna

Sjáum hvað setur. 

Eitt er ljóst: Ef Íslendingar eru hættir að hugsa í lausnum þá verða þeir gleyptir af eldgosum, snjóflóðum, gjaldþroti, kulda og hungri. Ekki er nema um öld síðan það var raunveruleikinn og gæti hæglega orðið það aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband