Hvaða lög gilda? Hvaða lög gilda ekki?

Við erum að drukkna í lögum og reglum. Lögreglan getur ekki fylgt öllu eftir. Sum lög eru í reynd ekki í gildi því það ríkir ákveðinn sameiginlegur og óskrifaður skilningur meðal almennings og lögreglu á því að þau geri í engu samfélagið betra. 

Það mætti því segja að sum lög gildi en önnur ekki.

Að auki mætti segja að önnur lög gildi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. 

Þetta er auðvitað ekki hollt ástand. Ef bara sum lög gilda en önnur ekki er hætta á því að virðingin fyrir lögunum í heild sinni sé í hættu. En það er enginn valkostur við þetta ástand. Þingmenn halda að með því að setja eitthvað í lög og reglur þá sé verið að leysa vandamál. Lagasetningin á þannig að lækna öll mein. Þeir gleyma því að ef framfylgja ætti öllum lögum þyrfti að margfalda stærð lögreglunnar og allskyns embættismanna og enginn hefur sérstakan áhuga á því, enda er það dýrt og kostar mannafla sem gæti þá ekki sinnt öðru.

Hvað um það. Ég rak upp stór augu þegar ég las frétt þess efnis að lögreglan sé mjög virk í því að velja hvaða lög gildi og hver ekki - jafnvel í tilviki mannræningja sem halda börnum í felum og á vergangi:

Samkvæmt heimildum Nútímans innan úr lögreglunni var mál drengjanna þriggja búið að skipta upp embættinu í tvö lið – þar voru starfsmenn sem láku upplýsingum til vina og vandamanna Eddu Bjarkar og höfðu mikla samúð með málstað hennar en svo hópur starfsmanna sem hélt leitinni linnulaust áfram en með mikilli leynd frá miðjum desember þar sem grunur um leka hafði ítrekað komið upp. Síðarnefndi hópurinn fann svo drengina í gær.

Hér er um að ræða mál þar sem forræðismaður barna leitar að þeim á meðan móðirin er búin að koma sér í fangelsi fyrir að ræna börnum og senda í felur, og lögreglan er að leka upplýsingum til lögbrjótanna!

Er þetta ekki gengið aðeins of langt hjá lögreglunni? Það er eitt að sjá í gegnum fingur sér þegar ungmenni eru að drekka landa eftir að útivistartíma ríkisins lýkur, eða að einhver ákveði að byggja skúr í garðinum hjá sér án þess að hafa eytt hálfri mannsævi í að fá teikningar samþykktar hjá sveitarfélaginu. Slík lögbrot eru smávægileg og raska ekki gangi samfélagsins. 

En þegar lögreglan er farin að aðstoða barnaræningja og gera börn föðurlaus - er það ekki alveg grafalvarlegt mál? Þarf ekki að rannsaka slíkt? Þarf ekki að reka lögreglumenn sem hegða sér svona? Og ekki bara reka þá heldur ákæra fyrir samráð við glæpamenn?

Eða viljum við virkilega að lögreglan taki að sér að ákveða með mjög djúpstæðum grundvallarhætti hvaða lög gilda og hvaða lög gilda hreinlega ekki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarna virðast margir fagmenn hafa brotið lög og verður fróðlegt að fylgjast með hvor á því verður tekið. Maður mundi ætla að starfs- eða réttindamissir komi til greina. En líklega sofnar málið bara í nefnd.

Maður hlýtur þó að fagna málalokum og óska þeim feðgum gleðilegra jóla. Þrautseigja borgar sig þá eftir allt. 

Ragnhildur Kolka, 23.12.2023 kl. 10:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Maður hlýtur að spyrja sig að því hvers konar spilling ríkir innan lögreglunnar þegar einstaka lögreglumenn koma með svona beinum hætti að grófu lögbroti og hylma yfir lögbrjótinum. 

Ég segi nú bara eins og Sölvi Tryggvason:

„Ég var hættur að treysta lögreglunni“
Sölvi Tryggvason í opinskáu viðtali: „Ég var hættur að treysta lögreglunni“ - Fréttir (nutiminn.is)

Nema ég myndi ekki nota þátíð.

Geir Ágústsson, 23.12.2023 kl. 14:58

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er náttúrlega einstakt hugsunarleysi að setja bara lög á lög ofan, svo allt stangast á að lokum, og þvæi meira sem lögin verða fleiri.

En hentar líka í kommúnistaríkjum, því þá er alltaf hægt að taka hvern sem er fastan fyrri hvað sem er, það er allt bæði löglegt og ólöglegt.

Þannig veit enginn annað en að hann hefur í raun engan rétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2023 kl. 16:53

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lög sem ekki standast stjórnarskrá, eru ranglög og því landráð svo og þeir sem semja þau, setja þau á þingi, staðfesta þau, og framkvæma. Þá má ræða hver siðfræði stjórnarskrár er og víkka út mælinguna. En fyrst þarf að afnema alla menntun ÍsQuislínga - svo fólk ræsi aftur huga sína.

Guðjón E. Hreinberg, 23.12.2023 kl. 23:18

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Lög og reglur eru orðin svo yfirgengileg að það er orðið ómögulegt fyrir hinn almenna borgara að fara eftir þeim í öllu. Þetta er svona um allt kerfið að embættismenn stjórna landinu. Tökum eitt dæmi: Byggingafulltrúar geta gert af eigin geðþótta sumum svo erfitt fyrir að þeir geta ekki stundað þessa starfsemi á meðan aðrir komast upp með hvað sem er. Þetta er kjörið umhverfi spillingar.

Það eru nánast engir einstaklingar eða lítil byggingafyrirtæki að byggja á höfuðborgarsvæðinu, hvers vegna skyldi það vera? (óþægileg samkeppni)

Í dag er nánast orðið ómögulegt fyrir einstakling að fá lánaða eigin peninga til íbúðakaupa nema með einhverskonar svindli eða aukakostnaði. Hvaða rök eru það að einhver geti ekki greitt kr.150.000.- á mánuði af láni en verður í staðinn að greiða kr.300.000.- í leigu.

Við sitjum uppi með fólk sem treystir ekki almenningi og vill stýra hverju einasta skrefi þeirra. Brjóta stjórnarskrána þegar þeim hentar. Taka endalaust meira fé af almenningi til að stækka eigin bákn. Ég fékk sms frá einhverri glæpastofnun um mæta í covid sprautu og muna eftir stuttermabolnum.

Er vísvitandi verið að eitra fyrir okkur eða vita þeir ekki betur?

Kristinn Bjarnason, 24.12.2023 kl. 11:49

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fréttamiðlar segja nú ekki alltaf rétt frá og við skulum vona að þetta sé ónákvæmni hjá fréttamiðlinum um þennan leka hjá lögreglunni.
Hitt er annað mál að erfitt getur verið að meta hvaða lagabálkur sé réttlátastur  þegar sætta þarf tvö eða fleiri sjónarmið enda mýmörg dæmi um að dómum sé algjörlega snúið við á mismunandi dómsstigum og oft er mjög furðuleg túlkun hjá Mannréttindadómstólnum

Minni á að hægt er að panta lögfræðiálit um nánast hvað sem er og ef þú ert tilbúinn að borga fyrir að lögfræðiálitið sé þér í hag 
þá verður það svo

Grímur Kjartansson, 24.12.2023 kl. 13:34

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það hefur farið fremur hljótt að elstu systkinin dæturnar tvær, sem munu vera orðnar sjálfráða, hafa kosið að búa á Íslandi hjá móður sinni og það allt frá árinu 2017 að mér skilst. Það ætti að segja allt sem máli skiptir um hæfi móðurinnar til að annast sín börn.

Þeir einstaklingar ættu að skammasat sín sem hafa úthrópað þessa móður sem glæpakvendi fyrir það eitt að hafa tekið vægast sagt harðneskjuleg lög í sínar hendur og komið sonum sínum undir sinn verndarvæng af móðurást einni saman. 

Daníel Sigurðsson, 24.12.2023 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband