Viðurkenna skömmina

Fjöldi fyrirtækja ætlar að leyfa konum (og kvárum, og raunar öllum nema gagnkynhneigðum karlmönnum) að fá frí á morgun án þess að draga neitt frá laununum. Það sé til að benda á allskyns misrétti.

En ef fyrirtæki telur sig vera að borga jafnt fyrir sömu vinnu óháð kyni af hverju fallast þau þá á að greiða fyrir þátttöku í viðburði sem á að benda á mismunun?

Eru fyrirtækin að viðurkenna eitthvað? Að launafólk þeirra (allt nema gagnkynhneigðir karlmenn) sé í raun að fá borgað minna fyrir sömu vinnu?

Eða er þessi greiddi aukafrídagur mismunun gagnvart karlkyns starfsfólkinu sem tekur á sig auknar byrðar?

Nema auðvitað að vinnustaðurinn hreinlega lokist og karlmennirnir fá þá líka frí á fullum launum en án þess að þurfa frjósa á Arnarhóli.

Annars finnst mér nú bara að þær konur sem vilja eigi að drífa sig í hærri tekjur hið fyrsta. Það geta þær gert með því að stunda minna félagslíf og vera lengur í vinnunni, vera minna með börnunum, fá sér vinnu á fiskiskipi eða með því að sækja í störf með áhættuálagi. Það er ekki eftir neinu að bíða! Það er að segja, ef menn telja peninga vera upphaf og endi alls eins og virðist vera skoðun margra.


mbl.is Verða ekki fyrir tekjutapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband