Friðartákn herforsetans

Þegar kemur að því að skýra stjórnmál er oft mikið svigrúm fyrir túlkanir og hægt að stilla mönnum upp á ýmsan hátt.

Sem dæmi má nefna nýlega tillögu Bandaríkjaforseta um að dreifa seðlum í allar áttir til að reyna kaupa sér vinsældir og draga athygli fólks frá raunverulegum vandræðum.

Í einni fréttaskýringu er meðal annars sagt (feitletrun mín):

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti ósk­ar eft­ir hernaðaraðstoð fyr­ir Ísra­el og Úkraínu í nýj­um þjóðarör­yggis­pakka sem nem­ur 106 millj­örðum banda­ríkja­dala. ... 

Ný krafa Banda­ríkja­for­seta teng­ir fjölda ólíkra vanda­mála í von um að samstaða meðal Banda­ríkja­manna hristi upp í þeirri ringul­reið sem re­públi­kan­ar hafa skapað.

Jafn­framt send­ir hann re­públi­kön­um ákveðið friðar­tákn í formi 6,4 millj­arða fjár­magns­auka til fólks­flutn­inga­vand­ans við sunn­an­verð landa­mær­in að Mexí­kó – vandi sem er hægri flokkn­um hjart­ans mál.

Friðartákn já. En hér er ákveðin pólitísk skák í gangi. Forsetinn er að leggja fram eitt frumvarp sem nær til fjölda ólíkra og óskyldra mála í von um að laða að sér atkvæði allra. Með því að henda peningum í landamærin er vonast til að menn greiði atkvæði með peningasendingum í allt önnur mál líka. Allt eða ekkert: Landamæri og Úkraína, eða hvorugt.

Mun betri fréttaskýringu má finna á Antiwar.com sem lýkur með þessum orðum:

Fáeinir fulltrúar repúblikana hafa hindrað þingið í að afgreiða viðbótarfé til Úkraínu. Biden-stjórnin vonast til að ýta á nokkra þingmenn í GOP til að greiða atkvæði með frumvarpinu með því að sameina fjármögnun til Taívan, Ísrael og landamæranna með Úkraínu.

**********

A small number of Republican represenatives have hindered Congress from passing additional funds for Ukraine. The Biden administration hopes to push several GOP members of Congress to vote for the bill by combining funding for Taiwan, Israel, and the border with Ukraine.

Snjallt, ekki satt? Og kjarni málsins. Ekki einhver ímynduð ringulreið eða svokallað friðartákn.

Mikil er samúð mín með bandarískum skattgreiðendum og launþegum. Þessir hundrað milljarðar dollara eru ekki til. Þá þarf að prenta. Þeir auka peningamagn í umferð og minnka kaupmátt gjaldmiðilsins. Nú þegar Kínverjar eru byrjaðir að nota eigin gjaldmiðil til að kaupa olíu á heimsmarkaðinum eru líka stoðir olíudollarans byrjaðar að bresta og þá er voðinn vís:

Hreyfingar frá dollara - jafnvel í hægagangi - mun þýða hækkandi framfærslukostnað fyrir Bandaríkjamenn. Þar sem færri útlendingar halda í dollara mun hin stjórnlausa núverandi verðbólga bandarískra yfirvalda skapa enn meiri verðbólgu innanlands. Með öðrum orðum, hreyfing frá dollara mun þýða að bandaríska stjórnin verður minnka peningaprentun til að fjármagna skuldir þjóðarinnar ef hún vill forðast óðaverðbólgu. Það mun líka líklega leiða til hærri vaxtakostnaðar á bandarískum ríkisskuldabréfum og þörf á auknu skattfé til að borga af skuldunum. Það mun þýða að það verður erfiðara fyrir Bandaríkjastjórn að fjármagna þau nýju stríð, aðgerðir og gæluverkefni sem Washington lætur sig dreyma um.

**********

A movement away from the dollar—even in slow motion—will mean a rising cost of living for Americans. With fewer foreigners holding on to dollars, the US regime’s current runaway monetary inflation will create more domestic price inflation. In other words, movement away from the dollar will mean the US regime must engage in less monetization of the nation’s debt if it wishes to avoid runaway inflation. It also likely will lead to a need to pay higher interest rates on US government bonds, and that will mean a need for more taxpayer money to service the debt. It will mean that  it will become more difficult for the US regime to finance every new war, program, and pet project that Washington can think up.

Væntingar mínar til fjölmiðla verða sífellt hófstilltari. En þegar það tekst ekki einu sinni að sjá í gegnum frekar augljóst pólitískt bragð þá er öll von úti.


mbl.is Hundrað milljarðar dala gætu hafnað á vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband