Hvað er kynið þitt?

Ég rakst á þessa litlu hugleiðingu sem er alveg þess virði að snara á íslensku:

Kynjahugmyndafræðin er á þessum tímapunkti faraldur, sem sundrar fjölskyldum og nýtir sér óöryggi og rugling ungs fólks. Ekki einn talsmaður segir neitt eins og: Ég geri mér grein fyrir því að það sem er verið að biðja þig um getur verið erfitt að samþykkja. Við erum að biðja þig um að auka skilning þinn á viðfangsefni sem hefur virst fast í þúsundir ára. Við erum að biðja um hraðar og róttækar breytingar á samfélagi okkar og réttarkerfi. En vinsamlegast íhugaðu það sem við erum að segja og búðu til pláss fyrir okkur í siðferðisreikningi þínum.

Ha! Ekki möguleiki. Þess í stað ertu stimplaður „transfóbískur“, hvað sem það á að þýða, og þú veist að þú ættir að halda kjafti í vinnunni og á almannafæri ef þú vilt ekki láta eyðileggja þig.

Svo það sé ítrekað, rökhugsun er ekki að verki hér. Þetta er fullyrðing og kúgun.

**********

Gender ideology is at this point an epidemic, splitting families apart and exploiting the insecurities and confusion of youth. Not a single proponent says anything like, "I realize that what is being asked of you may be hard to accept. We are asking you to expand your understanding of a subject that has seemed fixed for thousands of years. We are demanding rapid and radical changes to our society and legal system. But please consider what we´re saying, and make room for us in your moral calculus."

Ha! Fat chance. Instead you´re demonized as a "transphobe," whatever that´s supposed to mean, and you know you´d better keep your mouth shut at work and in public if you don´t want to be ruined.

Again, reason is far from here. It´s assertion and suppression.

Ég hef engin svör. Þau eru mörg ungmennin sem hrífast af tíðarandanum, eiga við raunveruleg vandamál að stríða, fá enga raunverulega athygli og leyfa sér að synda með straumnum í von um samþykki. 

Er ég transfóbískur? Nei, það finnst mér ekki. Er ég opinn fyrir því að einhver ræði við ung börn mín um að þau gætu skorið af sér kynfærin fyrir kynþroska og sjálfræði? Nei. Kannski er það millivegur til umræðu sem heldur öllum dyrum opnum, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Manni kemur ekki við hvað fullorðið fólk gerir við eigin líkama, en börn á að láta í friði. Flestir unglingar fara í gegnum tímabil þar sem þeir eru óöruggir með eigin útlit og hæfileika, en flestir finna sína fjöl á endanum. Það er kriminelt að framkvæma óafturkræfar aðgerðir á börnum við slíkar aðstæður.

Ragnhildur Kolka, 19.8.2023 kl. 11:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Þetta er nákvæmlega málið. 

Viðkvæm börn eiga skilið stuðning, hlýju, nærveru og aðstoð sem felst í að geta lifað af í þessum heimi, tækla áskoranir og verða sterkari manneskjur. Hormón og skurðaðgerðir, bælingarmeðferðir og óafturkræf inngrip eru úrræði sem hafa hingað til verið tengd við menningu og tíma sem er vonandi ekki fyrirmynd okkar: Umskurður stúlkna er þar mjög vel þekkt dæmi sem hefur hingað til verið fordæmdur en er núna orðinn að sniðmáti.

Geir Ágústsson, 19.8.2023 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband