Af með hausana!

Nú er íslenski arnarstofninn loksins að braggast eftir áralanga vernd og þrátt fyrir heimsendahlýnun, tortímingu hafsins og alls lífs í sjó, ágenga ferðamenn sem eru að eyðileggja landið, hávaða frá flugvélum og bílum, súrnun hafsins og loftmengun (frá mönnum, ekki eldfjöllum).

Þá er við hæfi að huga að mótvægisaðgerðum. Við getum jú ekki leyft of mörgum örnum að hræða börn og sauðfé!

Sem betur fer er búið að finna lausn á því vandamáli. Fyrri myndin hér að neðan sýnir varp- og vetrarstöðvar arnarins og sú síðari sýnir hvar er áætlað að reisa vindmyllur á Íslandi.

orn_stodvar

vindur_stodvar

Eins og blasir nánast við þá eru flestar vindmyllur að fara á varp- og vetrarstöðvar arnarins og það ætti því að ganga vel að afhöfða töluverðan fjölda og stemma þannig stigum við frekari fjölgun í stofninum. Í Bandaríkjunum hafa ólöglegar veiðar á örnum minnkað töluvert nú þegar vindmyllurnar sjá um aflífunina. Bændur Íslands, fiskar og smærri fuglar geta bráðum andað rólega á ný.


mbl.is Arnarstofninn ekki stærri í langan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og miðað við tölur frá Bandaríkjunum þá gætum við séð allt að því einn örn lenda í einhverri vindmyllu á hverjum tíu árum. En einn á hverjum tuttugu og fimm árum ef settar eru upp myndavélar sem fylgjast með og stöðva vindmyllurnar þegar örn nálgast. Miðað við að vindmyllurnar verða bara 700 (á kortinu hér að ofan eru 34 virkjanakostir í skoðun með um 700 vindmyllum). Í Bandaríkjunum hefur arnarstofninn samt fjórfaldast síðan farið var að setja upp vindmyllur að einhverju ráði. Og dauði arna vegna árekstrar við flugvélar, bíla og háspennulínur er um 200 sinnum algengari. En til samanburðar þá eru ótímabær dauðsföll fólks vegna mengunar hér á landi talin vera á annað hundrað árlega.

Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2023 kl. 12:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hljómar eins og þú sért búinn að leysa vandamálið með fugladráp vindmyllanna sem er eitthvað að plaga fólk í öðrum ríkjum. Þekking þín þarf að gerast útflutningsvara. 

Geir Ágústsson, 1.8.2023 kl. 15:49

3 identicon

Vandamálið með fugladráp vindmyllanna sem er eitthvað að plaga fólk í öðrum ríkjum er frekar lítið borið saman við fugladráp annarra mannanna verka, mannvirkja og athafna. Svipað og ef fólk hefði mestar áhyggjur af því að farþegaskip drepi hvali og hundsi allt annað sem drepur þá. Þjóðir heims gætu bannað vindmyllur og það hefði nær engin áhrif á fuglalíf rétt eins og bann á farþegaskip mundi ekki bæta hag hvala að neinu ráði.

Því miður er þessi þekking heimsþekkt, og ástæða þess að erfiðlega hefur gengið að stöðva fjölgun vindorkugarða, og því ekki útflutningsvara. En fugladráp verður samt örugglega áfram notað sem tylliástæða af þeim sem eru á móti vindmyllum af einhverjum ástæðum, á svipaðan hátt og hvalavinir segja að allir hvalir séu í bráðri útrýmingarhættu. Það virkar oft betur að höfða til tilfinninga en skynsemi. Búa jafnvel til bíómynd í "Free Willy" stíl um ungt arnarpar, drauma þeirra vonir og þrár og morðóðar vindmyllur.

Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2023 kl. 16:52

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vindmyllur geta alveg komið að notum við sérstakar aðstæður þegar eitthvað hagkvæmt og skilvirkt er ekki í boði og menn eiga stóra sjóði til að byggja og reka þær.

Þær fjölga leiðum til að drepa fugla, eru hljóðmengun sem enginn kærir sig um að vera nálægt, umferð viðgerðar- og viðhaldsfólk er mikil, og svona mætti lengi telja. 

En sosem alveg úrræði fyrir þá sem eru örvæntingafullir.

Í Danmörku er bannað að fjölga vindmyllum á landi. Það er vinsælt meðal almennings en óvinsælt meðal græningja

Geir Ágústsson, 1.8.2023 kl. 17:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen og eimen.

Réttmætar ábendingar félaga Vagns voru upphaf og endir pistils sem gerði mann fróðari á eftir.

Veit ekki alveg, það er að maður viti svo sem ekki alveg báðar hliðar, en eigi fæ því breytt, að mig langar að taka undir þessi orð þín Geir.

"Vindmyllur geta alveg komið að notum við sérstakar aðstæður þegar eitthvað hagkvæmt og skilvirkt er ekki í boði og menn eiga stóra sjóði til að byggja og reka þær.".

Að það þurfi frjálshyggjumann til að benda á þessi sannindi, segir margt um öfugursnúning tímans.

Og eftir stendur, fyrir að sjálfsögðu margt annað.

Keep on running Geir.

Þú ert betri en enginn.

En að sjálfsögðu bestur þegar þú ert þú sjálfur.

Og allt þar á milli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2023 kl. 21:09

6 identicon

Sæll Geir.

Heldur sýnist mér ólíklegt að menn grípi til
þess óyndisúrræðis sem vindmyllur, hvað þá vindmyllugarðar eru.

Það þarf að drífa þetta á sjó út ef til kemur;
vindmyllur á landi eru sjónmengun sem enginn ætti að sætta sig við.

Hvað varðar helv. lodduna sem Steinþór á Hala kallaði svo þá yrði
svo sem enginn héraðsbrestur að hann fengi loks ósk sína uppfyllta að þessu leyti og skaftafellssýslur lausar með öllu við varg þennan.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.8.2023 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband