Sýndarmennska stjórnmálanna

Óumdeildir stjórnmálamenn eru gagnslausir. Þetta sagði einn umdeildasti og á sínum tíma gagnlegasti stjórnmálamaður Íslands nýlega og þessi orð koma mér oft til hugar þegar ég les fréttir um íslensk stjórnmál eða íslenska stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn eru einstaklingar sem hafa boðið sig fram til að stjórna, taka ákvarðanir og berjast fyrir sinni sýn á samfélagið í blússandi samkeppni við aðra slíka einstaklinga með aðrar hugmyndir. Um leið taka þeir ábyrgð á orðum sínum og verkum og kenna ekki öðrum um eigin afglöp. Menn læra jú af mistökum og allt það.

Svona virka íslensk stjórnmál ekki, og mögulega er hægt að segja eitthvað svipað um stjórnmál flestra ríkja. Stjórnmálamenn virðast fyrst og fremst vera í vinsældasamkeppni sem felst í að lofa sem mestu fyrir annarra manna fé án þess að hægt sé að greina einhverja sýn eða hugmyndafræði í orðum þeirra og verkum, og allt með það að markmiði fyrst og fremst að hljóta endurkjör og forðast alvöruvinnu. Þeim finnst gaman að klippa á borða en leiðinlegt að laga göturnar. Þeir daðra við lista- og fjölmiðlamenn og keppast um að komast í sviðsljósið. Þegar klúðrin skjóta upp kollinum er embættismannakerfinu kennt um og skiptir þá engu máli hvað opinberir starfsmenn hafa varað mikið við yfirvofandi vandamálum. viol

Mögulega er borgarstjóri Reykjavíkur góður persónugervingur þessarar nútímalegu tegundar stjórnmálamanna. Reykjavík er hænufeti frá greiðsluþroti og heldur sér uppi á yfirdráttarlánum og skuldabréfasölu á háum vöxtum. Innviðirnir eru sprungnir, lítið fé til framkvæmda og viðhalds og biðlistar örlög margra sem þurfa á þjónustu sveitarfélags síns að halda. Hvað gerir borgarstjóri þá? Jú, daðrar við frægan skemmtikraft og tilbúinn að taka sér hlé frá slökkvistarfinu í ráðhúsinu, að því marki sem borgarstjóri tekur yfirleitt þátt í því, til að skemmta honum.

Ábyrgðin er auðvitað kjósenda. Þeir láta kerfisbundið plata sig og jafnvel farnir að venjast því að minni þjónusta gegn hærra verði í umhverfi vaxandi skuldasöfnunar sé eitthvað eðlilegt og sjálfsagt. Kannski finnst þeim tilhugsunin um heimsókn skemmtikrafts vera bærilegri en tilhugsunin um enn þyngri skattbyrði gegn enn minni þjónustu. Kannski er hlutfall kjósenda sem hefur aðgang að troginu orðið svo hátt að það hefur áhrif á niðurstöður kosninga. En það kemur að skuldadögum. Kannski borgarstjóri spili á fiðluna sína á meðan, með skemmtikraft sér við hlið.


mbl.is Dagur B. býður Taylor Swift velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, blessaður Geir, þú ert farinn að tala eins og Hriflungur, á sínum tíma var Sigmundur Davíð það besta sem þjóðin átti, og hann var úr ranni okkar Hriflunga, þó ég reyndar efast um að hann hafi nokkurn tímann komið á Jökuldalsheiðina, þar sem saga okkar seinna meir var meitluð í stein, og kennd við Sjálfstæði.

Svona getur allt farið í hringi, en eftir stendur; Keep on running.

Þú ert betri en enginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2023 kl. 13:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Á sínum tíma var SDG vissulega það besta sem þjóðin átti og má mæla mjög með bókinni Afnám haftanna – Samningar aldarinnar? til að skilja það.

En svo hvarf hann á veirutímum, því miður. Þar hefði hann mátt standa í lappirnar og spyrna við fótum.

Núna virðist hann eitthvað vera að vakna til lífsins enda ekki erfitt að finna veika bletti á ónothæfri ríkisstjórn.

Takk fyrir innlitið.

Geir Ágústsson, 7.7.2023 kl. 14:55

3 identicon

Óumdeildir stjórnmálamenn eru gagnslausir, þannig að það er heppilegt að þeir eru ekki til. 

Vagn (IP-tala skráð) 7.7.2023 kl. 15:51

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vesturlönd höfðu engan stjórnmálamann frá 1991 til 2016.

Sorgleg en mælanleg staðreynd.

Guðjón E. Hreinberg, 7.7.2023 kl. 18:01

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Í þessu samhengi er enginn að meina umdeildur vegna trega til að meðtaka seinustu delluna.

Geir Ágústsson, 7.7.2023 kl. 19:47

6 identicon

Fullyrðingin einfaldlega stenst ekki. Hún er lítið annað en lýðskrum, hljómar gáfulega en þegar betur er að gáð innihaldslaust bull. Og í þessu tilfelli sett fram til að reyna að fegra athafnir pólitíkusar sem ítrekað skeit upp á bak og var að mestu gagnslaus froðusnakkur.

Vagn (IP-tala skráð) 7.7.2023 kl. 21:28

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ekki vantar gagnrýnina á ríkisstjórnina þessa daganna

en ég horfði oft á beinar útsendingar frá Alþingi með móður minni
og það sem kemur frá þessari stjórnarandstöðu gerir það að verkum að ég trúi að núvernadi stjórn sé það besta sem er í boði fyrir okkur íslendinga

Grímur Kjartansson, 8.7.2023 kl. 11:31

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sem ég les þetta í annað sinn hristist allt og skelfur:; æ já jarðskjálfti giska 5 púnkta.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2023 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband