Ríkiseinokun deyr

Ég dag heimsótti ég eina af mörgum verslunum áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem er sem kunnugt er með fleiri útibú en nokkur önnur keðja matvöruverslana á Íslandi. Þar var sem betur fer lítið að gera og fleiri starfsmenn á vakt en viðskiptavinir í búðinni og því auðsótt að fá afgreiðslu.

Kannski var þetta í eitt af seinustu skiptunum sem ég fer í slíka verslun. Útsjónasömum aðilum hefur tekist að finna löglega leið til að selja áfengi ódýrar til neytenda og neytendur eru vitaskuld alltaf að leita leiða til að slá á verðbólguna með því að hagræða í innkaupum. Þeir vilja ekki borga fyrir þunga og dýra yfirbyggingu sem skilar sér í engu nema hærra verði. Þeir vilja ekki niðurgreiða lélega kaupmenn sem bjóða upp á það sama og góðir kaupmenn, nema dýrar.

Núverandi fyrirkomulag löglegrar verslunar með áfengi er auðvitað ekki gallalaust. Áfengisverslanir þurfa að greiða erlendum ríkjum tekjuskatt af hagnaði sínum, sem er frekar glatað. Pappírsvinnan er sennilega mikil. En núverandi fyrirkomulag er samt betra en hið fyrra. Maður óttast það helst að stjórnmálamenn sjái ástæðu til að gera eitthvað og eyðileggja gott samband seljenda og kaupenda með nýjum lögum, eftirlitströllum og hindrunum. Stundum er besta niðurstaðan sú að stjórnmálamenn geri ekkert. Þá skemma þeir a.m.k. ekkert í leiðinni.

Barátta neytenda við verðbólgu yfirvalda virðist vera að ganga sæmilega. Sú barátta þýðir væntanlega að ríkiseinokun þurfi að deyja, en það er gott mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef oft spurt mig hvers vegna við séum að halda úti fyrirbærum eins og ÁTVR og ríkisútvarpinu sem er enn verra því það getur ekki haldið sig innan fjárlaga og hefði því átt að vera búið að loka fyrir mörgum árum.  Þetta að að það sé nauðsynlegt vegna almannavarna er tóm fyrra því að frjálsu útarpstöðvarnar geta auðveldlega leyst það mál.

Alfreð Dan Þórainsson (IP-tala skráð) 5.7.2023 kl. 13:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viking lager 500ml: Nýja vínbúðin 361 kr. - ÁTVR 318 kr.

Faxe classic 500ml: Nýja vínbúðin 389 kr. - ÁTVR 349 kr.

Thule 500ml: Nýja vínbúðin 429 kr. - ÁTVR 399 kr.

Viking gylltur 500ml: Nýja vínbúðin 529 kr. - ÁTVR 469 kr.

Viking sterkr 500ml: Nýja vínbúðin 679 kr. - ÁTVR 589 kr.

Slots 330ml: Nýja vínbúðin 259 kr. - ÁTVR 236 kr.

Boli premium 330ml: Nýja vínbúðin 519 kr. - ÁTVR 399 kr.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2023 kl. 14:34

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Á þessi upptalning þín að réttlæta ÁTVR? Hvers vegna þarf ríkisstarfsmann til að afgreiða vín???

Sigurður I B Guðmundsson, 5.7.2023 kl. 21:12

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Mér fannst þessi upptalning Guðmundar réttlæta ágætlega að ÁTVR eigi að heyra sögunni til. Megnið af áfengisverðinu eru skattar svo munurinn liggur í ofurálagningu ríkisins til að halda uppi taprekstri ÁTVR af áfengissölu, enda yfirbyggingin alveg svakaleg.

Geir Ágústsson, 5.7.2023 kl. 22:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi verðsamanburður var ekki ætlaður til að réttlæta eitt né neitt heldur aðeins til að sýna fram á að viðkomandi vörur eru alls ekki ódýrari hjá einkareknu versluninni heldur þvert á móti dýrari en hjá ríkinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2023 kl. 22:46

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Ég keypti í Costco um daginn 12 bjóra á verði 11 í ÁTVR. Bíð spenntur eftir aðeins umfangsmeiri verðsamanburði. Ég hef ekki verslað við NV.

Geir Ágústsson, 5.7.2023 kl. 23:12

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Boli 500 ml

ÁTVR 479 kr

Nýja vínbúðin 619 kr

Costo 433 kr/stk (12 í pakka)

Þessi Nýja vínbúð ætti að heita Dýra vínbúð.

Geir Ágústsson, 5.7.2023 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband