Skjól frá rétttrúnaðinum

Pólitíski rétttrúnaðurinn dynur á okkur, stanslaust, og verður furðulegri og furðulegri. Listinn yfir það sem venjulegt fólk á að þurfa samþykkja í dag og var fáheyrt fyrir örfáum misserum er orðinn nokkuð langur. Kannski höfum við sem mannfólk á Vesturlöndum þroskast á algjörum ógnarhraða og klifið tinda hámenningar sem áður voru draumsýn ein, en mögulega höfum við einfaldlega látið selja okkur allskyns snákaolíu af ótta við að falla ekki í kramið hjá þeim sem í raun og veru hafa mokað fólki úr störfum sínum og jafnvel fjölskyldum fyrir að slá feilnótu í þessari ógnvænlegu sinfóníu.

Það er því gott að vita af skjóli frá þessu úrhelli áróðurs, upplýsingaóreiðu og andvísindalegum trúarbrögðum yfirvalda, alþjóðastofnana og jafnvel háskóla og læknasamfélaga, auk strengjabrúða sem láta stjórna hreyfingum sínum og vagna sem hanga aftan á þessum þvæluspýjandi eimreiðum. bb

Eitt dæmi mér nærtækt er vefmiðillinn Krossgotur.is. Þar birtast greinar eftir menn og konur á öllu hinu pólitíska litrófi, en það litróf hefur það sér til ágætis að umbera eitthvað fleira en hið eina sanna boðorð hins pólitíska rétttrúnaðar (sem í raun er bara: Fylgdu nýjustu dellunni í ystu æsar, annars kemur kannski eitthvað fyrir þig).

Í íslensku samhengi þarf líka að nefna Fréttina og blogg Kristínar ÞormarsÁgríms HartmannssonarPáls Vilhjálmssonar og Arnar Þórs Jónssonar

Annað dæmi í íslensku samhengi er hlaðvarpsveitan Brotkast sem hefur vakið nokkra athygli undanfarið fyrir afhjúpun á lygavef eins af dýrlingum hins pólitíska rétttrúnaðar. Eða þar til annað kemur í ljós sem virðist ólíklegt. 

Erlendis má benda á Brownstone, The Daily Sceptic og The Epoch Times fyrir hið ritaða orð, hlaðvarp Tom Woods og TRIGGERnometry fyrir hið talaða orð og Babylon Bee fyrir satíruna, sem er ómetanleg (mynd við færslu þaðan). 

Flest að ofan er auðvitað úthúðað sem áróður, samsæriskenningamiðlar og þaðan af verra. En veirutímar kenndu mér, og vonandi fleirum, eitt: Það er hrós! Auðvitað skjátlast öllum um eitthvað (daglegur lestur á ruv.is ætti að kenna okkur það). En við eigum að vera leitandi, gagnrýnin og hugsandi. Ekki flókið fyrir lærða fréttamenn myndi maður halda. En þeir eru einfaldlega ekki með okkur í liði. Þeir eru, svo fínt íslenskt orð sé notað um ákveðnar tegundir starfsmanna, rassasleikjur. Viltu hlusta á svoleiðis fólk? Þú um það.

Veirutímar hafa veitt mörg skjól sem voru áður ekki til staðar og framhald veirutíma eru að veita enn fleiri. Ég lít á þau sem einskonar strætóskýli í rigningu: Stað til að dvelja tímabundið á til að fá hlé frá úrhelli skíts og drullu sem spýjað er yfir allt og alla af vel borguðum fagmönnum, meðvitað eða ómeðvitað að reka áróður fyrir hönd fólks sem er skítsama um þig. Og gefur því skít í þig.

Auðvitað er ekki hægt að hanga endalaust í strætóskýli en það er gott að fá hlé, losna við illa lyktandi drulluna, og herða upp hugann fyrir næsta legg á ferðalaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta Geir.smile

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.3.2023 kl. 11:50

2 Smámynd: Loncexter

Awaken with JP. er líka óborganleg rás á you tube.

Vinstra liðið fellur í öngvit þegar það fær link á það.

Loncexter, 21.3.2023 kl. 16:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Það er nú sennilega ekki rétt, en tek þessu sem hóli og þakka fyrir það og innlitið.

Loncexter,

Veistu, ég er hreinlega hættur að spyrða "woke" saman við vinstri. Eða orðum þetta svona: Hægrimenn (takmarkað ríkisvald, efnahagsfrelsi og það allt) eru sjaldnar woke en vinstrimenn (stórt, alviturt ríkisvald), en vinstrimenn eru alls ekki alltaf woke. Woke-liðar eru lítill en áhrifamikill og hávær minnihluti, yfirgnæfandi til vinstri vissulega en líklega mjög lítill minnihluti vinstrimanna.

Ég skil samt hvað þú meinar og fæ líka gleði út úr því að deila JP. Hann er mikill meistari og hefur aldeilis hætt að skafa af hlutunum undanfarið. 

Geir Ágústsson, 21.3.2023 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband