Hvað varð um stöðu sérhæfðs ritara skrifstofustjóra?

Í apríl auglýsti dómsmálaráðuneytið eftir umsækjendum í stöðu sérhæfðs ritara skrifstofustjóra sem ég kallaði á sínum tíma draumastarfið enda lítið um hæfniskröfur og skyldur og nánast eins og í boði væru ókeypis laun.

Ég sótti vitaskuld um og bauðst til að sinna öllum verkefnum starfslýsingarinnar sem verktaki í 25% hlutastarfi en fékk ekkert svar við þeirri umsókn. Ekki er að sjá að ráðið hafi verið í stöðuna. Var hætt við allt saman eða búin til ný staða fyrir þann eða þá sem átti að koma fyrir í stjórnsýslunni sem þurfti ekki að auglýsa, hafi það verið markmiðið?

Þetta er allt á huldu en skýringar hljóta að vera væntanlegar.


mbl.is 34 vilja í dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæfi þitt var metið í raunheimum og útkoman var önnur en þú væntir. Þú stóðst ekki hæfniskröfurnar, þó litlar væru. Sem kom fæstum öðrum á óvart.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2021 kl. 23:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er ein tilgáta en það er lágmark að svara.

Geir Ágústsson, 2.6.2021 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband