Gósentíð hjá lögfræðingum

davidÁTVR undirbýr nú beiðni um lögbann á hendur vefverslununum sem selja áfengi í smásölu til neytenda hér á landi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Samhliða er hafinn undirbúningur lögreglukæru vegna starfseminnar. Einn kaupmaður veltir því fyrir sér gegn hverjum lög­bannskrafan eigi að beinast. Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­stoðar­for­stjóri ÁTVR, segir að þau séu að­eins á byrjunar­stigi með mál sitt og það muni skýrast þegar þau eru komin lengra með málið gegn hverjum það beinist ná­kvæm­lega.

Spennandi, ekki satt?

Hvað sem því líður er ljóst að mikil gósentíð er framundan hjá lögfræðingum. Ríkisfyrirtækið ÁTVR hefur virkjað ríkisstarfsmenn hjá dómstólum og lögreglu. Einkaaðilar búast til varna. Lögfræðingum verður teflt fram í lögbannsmálum og lögreglukærum. Innan stjórnsýslunnar munu lögfræðingar einnig taka til starfa. Væntanlega er einhver ráðherrann nú þegar búinn að ræsa slíka vinnu. 

Og til hvers?

Jú, til að tryggja að sala löglegs neysluvarnings fari fram með óbreyttum hætti: Í gegnum verslanir ÁTVR og erlendar netverslanir sem senda eina flösku í einu með póstinum til Íslands, með tilheyrandi umstangi, kostnaði og biðtíma.

En það mun ekki takast. Árið 1980 var mönnum sýnt hvar Davíð keypti ölið. Nú er komið að öllu hinu áfenginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er stefna sitjandi ríkisstjórnar íslands í þessu máli?

Jón Þórhallsson, 18.5.2021 kl. 10:54

2 identicon

Og verða þá læknar ekki næstir og heimta að fá óáreittir og eftirlitslaust að skrifa upp á hauga af Fentanyl oní Íslendinga eins og Spænskir starfsbræður þeirra? Og Íslensklir verslunarmenn að selja kannabis eins og Hollenskir?  

Það má ætíð gera ráð fyrir því að lögfræðingar fái verkefni þegar menn kjósa að brjóta lögin. Sama þó einhverjum þyki lögin ósanngjörn og haldi að þeim verði breytt á næstu dögum, mánuðum eða árum.

Vagn (IP-tala skráð) 18.5.2021 kl. 11:04

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón,

Orðin "áfengi" og "vímuefni" koma ekki fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar:

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/stefnuyfirlysing/

Á móti kemur að sama yfirlýsing er til sem myndskreytt PDF-skjal. Það er nú eitthvað.

Geir Ágústsson, 18.5.2021 kl. 11:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hver þarf lögfræðinga þegar sjálfur Vagn er búinn að úrskurða eitthvað ólöglegt?

Geir Ágústsson, 18.5.2021 kl. 11:07

5 identicon

Íslensk lög eru nokkuð skýr á því hverjir mega selja áfengi og hverjum. 

Þó sekt sé augljós og viðurkennd þá hafa, til dæmis, margir lögfræðing til þess að freista þess að fá vægari refsingu.

Vagn (IP-tala skráð) 18.5.2021 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband