Vandamál - leyst!

Nýleg frétt Hringbrautar fjallar um alvarlegt vandamál: Börn eru send svöng í skólann og geta ekki tekiđ ţátt í skólastarfinu vegna hungurs.

Ég dreg ekkert úr ţví ađ ţetta er vandamál, og jafnvel mjög alvarlegt vandamál. En hver er lausnin? Ađ foreldrar barna sinna nćri börn sín međ góđum morgunverđi og ţungu nestisboxi, trođfullu af orku og nćringu? Og auđvitađ ađ bjóđa upp á máltíđir heima fyrir?

Nei!

"... tel ég mikilvćgt ađ hafa sađsama máltíđ á föstudögum og mánudögum"

"Auđvitađ ćtti ađ vera í bođi ávextir, skyr, brauđ á mornana fyrir börn í skólum og ókeipis skólamatur í hádeginu" (stafsetningavillur frá höfundi texta)

Lausnin er auđvitađ sú ađ börnin fái góđan mötuneytismat í skólatíma. Ókeypis, hvađ sem ţađ nú ţýđir í ţessu samhengi.

Auđvitađ er hungur skólabarna vandamál en kannski er enn stćrra vandamál ţađ ađ ţađ er hrópađ á skólakerfiđ ađ leysa vandamáliđ. Gefum börnunum sađsama máltíđ á föstudögum og mánudögum, máliđ leyst! Gefiđ ţeim skyr og ávexti á skólatíma!

Hvernig á foreldri ađ túlka svona kröfugerđir? Ađ hvítt brauđ međ sultu sé bara ágćt máltíđ alla daga og yfir helgina ţví á mánudaginn býđur sađsöm máltíđ?

Persónulega skil ég ekki foreldra sem heyra barn sitt kvarta yfir magaverkjum í lok skóladags ţví ţađ var ekkert ađ borđa, og gera ekkert í ţví. Mötuneytiđ bauđ kannski upp á slepjulegan hafragraut og skólamáltíđin er jú "ókeypis" svo engin ástćđa til ađ senda barniđ međ nesti í skólann.

Kannski er hér búiđ ađ aftengja algjörlega ábyrgđ foreldra og vćntingar til hins opinbera. Nú er hiđ opinbera orđiđ ađ foreldri og foreldriđ einfaldlega orđiđ veski sem borgar skatta og gíróseđla og ţarf ekki ađ spá í barninu meira.

Kannski eru skólamáltíđir í bođi skattgreiđenda slćm hugmynd, og nestisboxiđ betri hugmynd.

Kannski.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband