Dúllerí

Ótti ákveðins hóps við koltvísýring í andrúmsloftinu, og óendanlegt aðgengi sama hóps að fé skattgreiðenda, er að leysa úr læðingi mikið af áhugaverðum rannsóknum. Menn eru að breyta koltvísýringi í eldsneyti og grjót, nota vindmyllur til að framleiða vetni, fella regnskóga og rækta pálmatré til að búa til íblöndunarefni í jarðefnaeldsneyti og svona mætti lengi telja.

Í stað þess að nota bara olíu og gas.

Vissulega eiga orkuskipti sér alltaf stað að lokum. Víða brenna menn dýraskít innandyra og deyja úr lungnasjúkdómum, en læra svo að framleiða raforku og vélræna orku með kolum og þar næst olíu og gasi. Sumir kunna og mega reka kjarnorkuver. Á sumum svæðum má virkja fallvötn. Menn fóru úr saur og við í kol og olíu og gas og vissulega mun eitthvað taka við.

En þetta dúllerí er ekki það sem tekur við. Menn eru að loka kjarnorkuverum og reisa í staðinn ný og fullkomnari kolaorkuver á meðan svimandi stórir rafmagnskaplar eru grafnir í gegnum borgir, mýrar og verndaða náttúru til að dreifa umframframleiðslu á vindorku til notenda. Menn eru að snarhækka orkuverð til almennings sem þá deyr frekar úr kulda eða hita fyrir vikið. Menn eru að rota erni og aðra stóra fugla með vindmylluspöðum eða steikja þá lifandi í loftinu með gríðarstórum speglum. Skattféð rennur í vind og sól sem hvorugt verður mikið meira en staðbundin lausn en til vara kostnaðarsamt ævintýri á kostnað almennings.

En með óútfylltan tékka frá skattgreiðendum er lítil von til þess að nokkuð mjakist í skynsemisátt, og þannig er það.


mbl.is Geyma vindorku á fljótandi formi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona utan efnis vil ég mæla með bók sem heitir Apocolypse never eftir Michael Shellenberger, sem tætir í sundur hræðsluáróður aktívista í umhverfismálum með því nánast einu að vísa í rannsóknir og skýrslur loftslagsráðs sameinuðu þjóðanna.

Shellenberger hefur sjálfur verið í fremstu röð aktívista í þrjátíu ár og margverðlaunaður sem slíkur og virtur í umhverfisverdargeiranum.

Honum loks ofbauð lygin og áróðurinn og skrifaði þessa bók til að leiðrétta siðlausan áróðurinn og sturlunina í umhverfisumræðunni.

Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi umhverfisdýrðlinganna eftir meðferð hans og það besta er að hann notar engar persónulegar ályktanir, heldur opinber fræði og rannsóknir frá stofnunum og vísindamönnum sem njóta virðingar umhverfisverndarsinna og oftast er vísað í í þessari umræðu. 

Ergo: 90% af áróðrinum eru ýkjur eða lygi, rangfærslur og mistúlkanir. Þeir sem láta hæst hafa ekki einu sinni lesið opinberar niðurstöður sem þeir þykjast vitna til. 

Þessa bók þarf að þýða á íslensku hið fyrsta og skikka kennara og uppalendur til að lesa áður en við gerum heila kynslóð barna vitfirrta af kvíða og skelfingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2020 kl. 16:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi bók eru engar jaðarbókmenntir. Hún er í 6-7 sæti á Amazon og mikið í umræðu í fjölmiðlum vestanhafs, þrátt fyrir dómínerandi umræðu um aðrar vitfirringar sem nú eru efst á baugi þar.

Gott fyrir menn að fletta Shellenberger upp ef þeir efast.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2020 kl. 16:56

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem betur fer eiga Íslendingar sinn eigin Schellenberger, í formi blaðamannsins Ernu Ýrar Öldudóttur.

Hérna eru hún að pressa á vinstrimann sem grípur til staðalfrasa í staðinn, svo sem dómsdagsspádóma:

www.utvarpsaga.is/siddegi-loftslagsmalin-umhverfi/

Geir Ágústsson, 8.7.2020 kl. 18:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ótti ákveðins hóps við koltvísýring í andrúmsloftinu ..."

Þessi hópur er einfaldlega nær allar ríkisstjórnir í heiminum, þar á meðal sú íslenska, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að. cool

Og þessar ríkisstjórnir hafa langflestar verið kosnar í lýðræðislegum kosningum.

Öfgahægrikarlarnir og -kerlingarnar þykjast hins vegar vera í einhverjum meirihluta og vita betur en flestir aðrir í heiminum. cool

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 18:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 18:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2013:

"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.

Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands


Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 18:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.4.2009:

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 18:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.10.2015:

"Skoðana­könn­un sem Gallup gerði fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands sýn­ir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að ís­lensk stjórn­völd grípi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda."

"Rúm 12% svar­enda telja litla þörf á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni en rúm­ur fimmt­ung­ur tók ekki af­stöðu í könn­un­inni."

"Þannig telja 43% fylgj­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins þörf á aðgerðum en 27% litla eða mjög litla.

Af stuðnings­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins telja 48% mikla eða frek­ar mikla þörf á aðgerðum en fjórðung­ur litla eða mjög litla."

Flestir á mikilvægi þess að draga úr losun

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 19:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 8.7.2020 kl. 19:08

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvaða hlýnun?

Geir Ágústsson, 8.7.2020 kl. 20:00

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Versta er að Erna nær ekki öðru en að prédíka yfir kórnum því það þykir ekki par fínt fyrir vinstri elítuna að hlusta á þá stöð. Þau hauslausu hænsn munu halda í möntruna vitfirringslegu sem raðkommentatorinn Steini Briem bergmálar hér.

Þú fyrigefur ef þetta kostar önnur tuttugu komment frá honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2020 kl. 01:48

13 identicon

Geir, þú spyrð: hvaða hlýnun? Kannski færð þú svarið hér. Ef þú skilur ekki þýsku þá getur þú náð í undirtexta á ensku, jafnvel íslensku. Hann er að vísu dálítið kindugur, en er þó skiljanlegur að mestu. https://www.youtube.com/watch?v=QWfzim9Ttyc&t=700s

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 02:07

14 identicon

 P.s. Youtube: Harald Lesch, Missverständnisse zum Klimawandel

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 02:16

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég tek eftir því að þeir sem tala um hlýnun eru ítrekað að vísa í eldgamalt efni. Já, kannski var hlýnun á tímabili, en hún er að fletjast út og búin að gera það a.m.k. seinustu 10 ár, og þeir sem fylgjast með sólblettum eru að spá kuldaskeiði og jafnvel lítilli ísöld. Á sama tíma eykst CO2 í andrúmsloftinu, jörðin grænkar, uppskerur stækka og lífríkið blómstrar. Þ.e. þar sem Kínverjar eru ekki að moka eiturefnum í jörðina og Indverjar að tæma ruslabílana í fljótin sín.

Geir Ágústsson, 9.7.2020 kl. 15:24

16 identicon

Hver er að óttast CO2 í andrúmsloftinu? Það er lífsnauðsynlegt, það viðurkenna allir. Það má segja það sama um CO2 og saltið í grautnum, ef það er of lítið þá er grauturinn of daufur, en sé það of mikið þá verður hann óætur.

Án gróðurhúsalofttegunda væri meðalhitinn á jörðinni -18°. Fyrir 800- 900 þús. árum var útgeislun sólar u.þ.b.75% af því sem nú er. Ef gufuhvolfið hefði haft sömu samsetningu þá og nú, þá hefði jörðin verið eins og snjóbolti og ekkert líf þrifist á henni. Og hún væri sami snjóboltinn enn í dag þrátt fyrir meiri sólarhita. "Snjóboltinn" hefði endurvarpað öllum hitageislum sólar út í geiminn.

En það blómstraði líf á þessum tíma, það var vegna þess að í lofthjúpnum var margfalt meira magn af CO2 heldur en nú er. Það voru gróðurhúsaáhrif CO2 o.fl. lofttegunda sem bjargði lífinu á jörðinni.        

 Með tímanum tók gróðurinn þetta CO2 til sín og svo breyttist það í kol og olíu. En jafnframt óx hitageislun sólar. Þannig viðhélst ákveðið jafnvægi.

Ef allt það CO2 sem gerði jörðina lífvænlega fyrir 800 þús. árum, þegar sólarhitinn var miklu minni, færi aftur út í andrúmsloftið, yrðu afleiðingarnar allt aðrar en þá.                   Ist die Sonne schuld am Klimawandel? | Harald Lesch               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.7.2020 kl. 19:30

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki gleyma þessari stóru gulu á himninum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2020 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband