Það þarf tvo til að eiga samtal

Bryn­dís Sig­urðardótt­ir, smit­sjúk­dóma­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, hefur tjáð efasemdir sínar um nálgun yfirvalda og ráðgjafa þeirra á opnun landsins. Það er gott. Ekki endilega af því hún hefur rangt eða rétt fyrir sér heldur af því það þarf tvo til að eiga samtal.

Íslendingar og fleiri lögðu mikið á sig til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda til að verjast óþekktri veiru. Nú hafa gögn hins vegar hrannast upp og þau eiga að nýtast til að taka upplýstari ákvarðanir. Ýtrustu varúðarráðstafanir í ljósi algjörrar óvissu voru kannski réttlætanlegar en þau rök eiga ekki við lengur. Upplýstar ákvarðanir byggðar á opinskárri umræðu þar sem kostir og gallar eru vegnir saman er sú nálgun sem stefna ber að.

Við vitum miklu meira núna en fyrir nokkrum vikum. Á ekki að draga neinn ávinning af því? Eða á öll nálgun yfirvalda að snúast um að blása í tímabundið orðspor embættis- og stjórnmálamanna á kostnað lifibrauðs almennings?


mbl.is Hópskimanir ekki rétta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband