Ódýrt að vera fátækur í Danmörku

Það er ódýrt að vera fátækur í Danmörku. Þeir sem eru skilgreindir "fátækir" geta búið nánast fríkeypis í sæmilegu húsnæði, drukkið allt það áfengi sem þeir vilja, látið atvinnuleit eiga sig í mjög langan tíma, og fengið allskyns sporslur og niðurgreiðslur fyrir nánast hvað sem er (allt frá afþreyingu til gæludýrahalds).

Það er því ódýrt að vera fátækur í Danmörku. Of ódýrt. Fátækt er niðurgreidd í Danmörku.

Um leið og atvinnulaus maður eða útskrifaður námsmaður leitar út á atvinnumarkaðinn mæta honum himinhá útgjöld og skattheimta og stórkostlega minnkuð niðurgreiðsla á framfærslunni. Sumir námsmenn fresta jafnvel útskrift úr háskóla (jafnvel verkfræðinámi sem ætti að öllu jöfnu að veita aðgang að vel launuðu starfi) því þeir sjá fram á svo stórkostlega minnkaðar ráðstöfunartekjur. 

Ef þú niðurgreiðir eitthvað, þá máttu eiga von á að fá meira af því.

Danir niðurgreiða fátækt. Þeir hafa því nóg af henni.


mbl.is Fátækum fjölgar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir, hvenær flytjum við til Danmerkur?

Það verður stanslaust partí hjá okkur.  Helst frá mánudögum til föstudaga.   

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Stefán, það vill svo til að ég bý í Danmörku og hef gert meira og minna samfleytt síðustu 7 ár.

Hérna er hægt að fara út á lífið á aðfangadagskvöld, kaupa bjór allan sólarhringinn í hverri einustu sjoppu og kaupa atvinnuleysistryggingu sem er sérsniðin af minni starfsgrein, auk heilbrigðistryggingar sem kemur fjölskyldu minni hraðar í meðhöndlun en ef hið opinbera ætti að sjá um okkur eingöngu.

Það er hægt að segja margt slæmt um norræna sósíaldemókrata utan Íslands, en að þeir banni manni að sjá um sig sjálfur er ekki eitt af því.

Geir Ágústsson, 1.9.2011 kl. 10:43

3 identicon

Já, þeir leyfa manni að sjá um okkur sjálfir líka í Þýskalandi.

Þeir kalla þetta Soziale Marktwirtschaft.  Um þetta eru allir flokkar sammála um. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Jack Daniel's

Þú segir; Þeir sem eru skilgreindir "fátækir" geta búið nánast fríkeypis í sæmilegu húsnæði, drukkið allt það áfengi sem þeir vilja, látið atvinnuleit eiga sig í mjög langan tíma, og fengið allskyns sporslur og niðurgreiðslur fyrir nánast hvað sem er (allt frá afþreyingu til gæludýrahalds).

Þetta er argasta kjaftæði í þér. Ég vinn við sjúkraflutninga hérna í Dk og búinn að gera í tæp 3 ár og ég sé þessa raunverulegu fátækt sem þú heldur greinilega að sé bara lúxuslíf. Það er nefnilega þannig, að það er fullt af fólki sem er svo illa statt að það hefur varla efni á að fæða og klæða börnin sín og þess þá heldur meira en það. Jafnvel fólk sem er í vinnu því launin hér hafa ekki hækkað til samræmis við aðrar hækkannir í þjóðfélaginu. Danmörk fellur fljótlega í sama flokk og ísland hvað varðar afkomu fólks ef það verður ekki eitthvað gert í þessu eftir kosningarnar núna, og því miður er ekkert útlit fyrir að það gerist.

Jack Daniel's, 1.9.2011 kl. 17:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Jack,

Hefur þú bent þessu fólki á t.d. þessa síðu (ef það býr í Álaborg)?

Það getur vissulega verið erfitt að reka heimili í landi sem tekur stóran bita af öllum launaumslögum og leggur 25% skatt á neysluvarning, en úr sjóðum hins opinbera fossar fé í vasa nánast allra sem um það biðja.

Ég ýkti vissulega þegar ég sagði að fátækir hérna gætu drukkið allt það áfengi sem þeir vilja - margir vilja eflaust drekka meira en þeir geta en hafa ekki efni á því.  Og auðvitað er til fólk sem hefur málað sig alveg út í fjárhagslegar blindgötur. En það er varla hægt að ásaka danska velferðarkerfið um nísku, og minn punktur er sá að hér sé fátækt niðurgreidd, og meiri niðurgreiðsla þýðir meiri fátækt.

Geir Ágústsson, 1.9.2011 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband