Bjarnargreiði

bjarnargreiða gera e-ð í greiðaskyni við e-n en það verður honum þó til skaða (snara.is)

ESB réttir nú fram hjálparhönd og býður fram sérfræðinga sína til að aðstoða Íslendinga við að aflétta gjaldeyrishöftunum. Þetta er bjarnargreiði.

ESB gerir ekki neinn fyrir neinn sem er ekki tilbúinn að renna undir miðstjórnarvaldið í Brussel. ESB getur ekki einu sinni aflétt innflutningstollum á afrískum hnetum án þess að vefja afríska hnetuframleiðslu inn í evrópska "umhverfisverndar"löggjöf og halda þannig hnetunum víðsfjarri öllum búðarborðum.

Auðvitað er gríðarlega mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum. Það verður hins vegar ekki gert með aðstoð ESB nema því fylgi eitthvað í kaupbæti. 

Leiðinni úr úr vandanum er lýst hérna, ef einhver hefur áhuga. Þó er hætt við að henni verði ekki vel tekið af þeim sem þrá mest af öllu að standa ljósabekkjabrúnir í ræðupúlti með bláum bakgrunni í Brussel og horfa brosandi á alla blaðaljósmyndarana. 


mbl.is ESB býður aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband