Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Hvað kemur fyrir vöðva sem fær enga hreyfingu?

Síðan ég eignaðist barn í fyrsta skipti hefur reglulega dunið á mér sú viðvörun að þegar barnið byrjar á leikskóla þá fyllist heimilið af öllum umgangspestum samfélagsins. Barnið er jú að fara með sitt óþroskaða og lítt reynda ónæmiskerfi inn í dagvistun með allskonar öðrum krökkum sem koma frá óteljandi heimilum, sjúga í sig allar loftbornar veirur í loftinu, veikjast og fara með sjúkdóminn heim til sín. 

Foreldrar reyna auðvitað að verja sig gegn þessu, t.d. með því að reyna að láta barn sitt hitta sem flesta sem fyrst, venjast því að taka lýsi og borða hollt. Mín börn hafa sloppið sæmilega og við foreldrar þeirra nánast alveg. En nú þekki ég fólk sem sendi lítil börn sín frá nánast sótthreinsuðu heimili inn í dagvistun og þau börn voru meira og minna veik svo mánuðum skiptir. Tilviljun? Kannski. En ég held ekki.

Þetta var vel á minnst fyrir nokkrum árum síðan, og kemur kóvít ekkert við.

Hvað um það. Núna ganga allskyns pestir yfir fólk og fólk virðist vera að veikjast meira en venjulega af venjulegum umgangspestum. Ég heyrði frá einni í Noregi sem sagði að leikskóla hennar barns hafi hreinlega verið lokað einn daginn því öll börnin á honum hafi verið heima lasin. Öll! 

Það er auðvitað auðvelt að álykta, byggt á vísdómi kynslóðanna, að ónæmiskerfi okkar séu löskuð eftir tvö ár af lokunum. Að veirur eigi nú auðvelt með að finna óplægða akra af ónæmiskerfum sem kunna ekkert á þær. 

Augljóst, ekki satt?

Nei, greinilega ekki. Nú las ég skrif ágæts, íslensks læknis um daginn þar sem hann harðneitar þessu orsakasamhengi, þ.e. að sótthreinsuð ónæmiskerfi yfir lengri tíma kunni ekki á veirur. Við erum jú undir stanslausri árás veira!

Hann vill meina að sprauturnar séu frábærar og að engin eftirköst verði af því að loka fólki inni hjá sér. 

Þetta eru kannski frábærar fréttir sem má yfirfæra á aðra hluti. Stundar þú enga líkamlega hreyfingu? Ekkert mál! Þú þarft jú að fara á fætur og kaupa inn og ert því hvort eð er alltaf á ferðinni! Lyftir þú aldrei neinu þungu? Ekkert mál! Þú ert að lyfta mörgum léttum hlutum oft og því í raun í ræktinni, jafnvel á meðan þú lyftir hamborgaranum að munninum! 

Þau eru einkennileg þessi nýju vísindi en gott og vel, ekki valda þau félagsfælnu sófakartöflunni vandræðum. Það er mögulega jákvætt.


Einkavæðum heilbrigðiskerfið

Ég veit. Þegar menn tala um að einkavæða eitthvað á Íslandi sjá menn strax fyrir sér að útvaldir vinir helstu fjármagnseigenda og valdamikilla stjórnmálamanna eignist ríkiseigur á tombóluverði og mjólki þær svo til dauða áður en beinagrindin hrynur og er afhent skattgreiðendum.

Eða eitthvað álíka.

En einkavæðing getur verið ýmislegt annað en sala ríkisvaldsins á rekstri sem keppir við einkafyrirtæki. Eins sjálfsögð og sú sala er, auðvitað.

Ríkisvaldið getur fundið spegil, litið í hann og játað fyrir sjálfu sér að það er fullkomlega óhæft í tilteknum rekstri. Mögulega getur það rekið smásölu með áfengi, hellt malbiki á jörðina eða sent fólk á milli stofnana í ýmsum tilgangi til að afla sér pappíra. En þegar kemur að flóknum rekstri þá má ríkisvaldið alveg játa hið augljósa og gefast upp. 

Sem alveg einstaklega gott dæmi um rekstur sem hið opinbera getur einfaldlega ekki sinnt, af mörgum ástæðum, er rekstur heilbrigðiskerfis. Það er einfaldlega of erfitt að reka heilbrigðiskerfi innan ramma opinbers reksturs. Slíkur rekstur á erfitt með að aðlagast, boðleiðir eru of langar, sveigjanleiki í ráðningum of lítill og engin leið að koma upp raunverulegum hvatakerfum fyrir starfsfólk.

Þar með er ekki sagt að ríkisvaldið þurfi að lækka skatta og gera heilbrigðistryggingar að einkamáli hvers og eins, eins og í Sviss, eða vinna í flókinni og afskræmdri blöndu einkaframtaks og opinberra afskipta, eins og í Bandaríkjunum. Nei, ef almenningur er ennþá á þeim buxunum að hið opinbera fjármagni heilbrigðisþjónustu en að einkaaðilar veiti hana þá er fordæmið auðsótt til Svíþjóðar, Danmerkur, og víðar.

Þeir sem vilja geta svo auðvitað borgað meira en sem nemur skattgreiðslunum og fengið meiri heilbrigðisþjónustu í staðinn. Það geri ég í Danmörku og það gerir samstarfsfólk mitt í Póllandi (sem er jafnvel með betra kerfi en Danmörk).

Fjármögnun? Hver borgar? Óbreytt ástand, ef menn vilja.

Rekstur? Veitandi þjónustu? Gjörólíkt ástand.

Kæra ríkisvald, rekstur heilbrigðiskerfis er eitthvað sem þú ræður ekki við. Of flókið. Of erfitt. Þú kannt að innheimta skatta. Jafnvel of vel. Viltu ekki bara halda þig við það og láta sérfræðingunum eftir að stunda reksturinn?


mbl.is Allir að tala og vinna þvers og kruss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu nokkuð rasisti með fitufordóma?

Þeir spáðu engu rétt um fjölda spítalainnlagna og dauðsfalla vegna veiru.

Þeir spá engu rétt um þróun loftslagsins.

Þeir spá engu rétt um hungursneyðir, náttúruhamfarir og útrýmingu dýra.

Frá 2012:

no_ice

Ég var að horfa á mjög athyglisverðan fyrirlestur á málfundi félagasamtakanna Málfrelsis, sem stendur yfir í þessum rituðu orðum og má fylgjast með í streymi á heimasíðu vefmiðilsins Krossgötur (væntanlega verður upptaka gerð aðgengileg síðar). Í þessum fyrirlestri er talað um vaxandi tilhneigingu okkar til að grípa til viðamikilla aðgerða (yfirleitt takmarkana á frelsi) til að koma í veg fyrir ólíklegan en voveiflegan viðburð.

Þannig leggja ýmis vestræn ríki nú allt kapp á að koma í veg fyrir eða minnka stórkostlega losun manna á koltvísýringi í andrúmsloftið með boðum og bönnum, sköttum og neyslustýringu því ef ólíklegar spár um hörmulegar breytingar á loftslagi Jarðar rætast þá hafa þær miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en allar aðgerðirnar.

Svipuð rök voru fyrir miklum inngripum og skerðingum yfirvalda í nafni veiruvarna. 

Fyrirlesarinn bendir á að þetta sé mjög lokkandi hugsjón - að gera ráð fyrir hinu versta og grípa til mikilla aðgerða til að koma í veg fyrir það. Hún lokkar sérstaklega til sín vel stætt og menntað fólk, enda situr það hátt í siðferðislegum fílabeinsturnum sínum og finnur mögulega ekki fyrir sköttunum og skerðingunum. 

En fyrirlesarinn bendir einnig á að það eru til margir aðrir ólíklegir en voveiflegir atburðir sem við gerum ekkert til að koma í veg fyrir. Við erum ekki að undirbúa Jörðina fyrir árás geimvera eða að stór loftsteinn lendi á Jörðina. Hvernig veljum við hvaða voveiflegu en ólíklega atburði á að koma í veg fyrir með ærnum tilkostnaði og frelsisskerðingum?

Góða fólkið segir sjálft að við veljum þá atburði sem bitna verst á fátækum og minnihlutahópum. Sértu á móti því vali ertu rasisti eða með fordóma. Hann nefndi sem dæmi samtökin People´s CDC í Bandaríkjunum - félagsskapur ýmissa spekinga sem vilja varanlegar sóttvarnaraðgerðir og ásakar alla andstæðinga sína um kynþáttahatur, fitufordóma og fáfræði. Sé á það bent að aðgerðirnar bitna einmitt verst á fátækum og minnihlutahópum þá er því einfaldlega ekki svarað.

Vinkona mín sagði mér um daginn að það þýddi ekki að lifa lífinu með endalausar áhyggjur og kallaði það heilsufarskvíða þegar maður veldur sér andlegu álagi yfir öllum mögulegum heilsufarsvandræðum. Slíkt gæti jafnvel leitt til líkamlegra vandræða. Þetta er víst vel rannsakað hugarástand. Mætti kannski segja að stefna stjórnvalda sé að stuðla að heilsufarskvíða? Og ætlar þú að taka við og þjást í kjölfarið?


2+2=5 rasistinn þinn

Ég geri ráð fyrir að allir séu núna búnir að kynna sér fréttir og viðræður um innanhússkjöl Twitter sem Elon Musk er að fara í gegnum með hjálp nokkura blaðamanna. Þar má lesa um þrýsting sem bandarísk yfirvöld, stjórnmálamenn og aðrir beittu til að stjórna umræðunni, bæla niður skoðanir og hafa áhrif á almenningsálitið.

Nei ég segi svona. Auðvitað veistu ekki af þessu. Ekki fréttnæmt, sjáðu til!

twitterfiles

Forvitnir geta kynnt sér málið hérna (ég vísa hér í Wikipedia sem stundar sjálf svæsna ritskoðun en kemur vonandi engum í uppnám, sbr. athugasemdir við þessa færslu).

Annars er föstudagur og um að gera og bjóða upp á svolítið glens og grín, þó með alvarlegum undirtóni. Gjörið svo vel! 2+2=5!


Áróðursstríðið

Úkraínumenn hafa hafnað tilboði Pútíns Rússlandsforseta, sem lagt hefur til 36 klukkustunda vopnahlé á átakasvæðum í Úkraínu í tilefni jólahalds, en samkvæmt hefðum rússnesku og úkraínsku réttrúnaðarkirkjanna er 7. janúar hátíðardagur jóla.

Engu að síður skrifar blaðamaður:

Flest­ir Úkraínu­menn héldu upp á jól­in í des­em­ber líkt og Íslend­ing­ar en þá þurftu Úkraínu­menn að þola mikl­ar árás­ir af hálfu Rússa.

En nú les ég, á annarri síðu:

Traditionally, Christmas in Ukraine starts on January 6 (Christmas Eve in the Julian calendar). It lasts until the Feast of Epiphany on January 19. At the same time, more and more Ukrainians celebrate Christmas according to the Gregorian calendar on December 25: in 2022, 44% supported the change.

Blaðamaður er kannski með betri upplýsingar en ukraine.ua - hver veit!

Og svo virðist sem Úkraínumenn séu bara nýlega byrjaðir að færa jólin sín frá janúar til desember til að fjarlægja sig rússneskum hefðum. Þeir sem halda í trúarlegar og menningarlegar hefðir sínar fagna ennþá í janúar.

Það má alveg skilja Úkraínu í að vilja ekki vopnahlé vegna jólahátíðar Rússa, en kannski má skilja neitun úkraínskra yfirvalda með öðrum hætti: Að þeir vilji ekki vopnahlé á jólahátíð rússneskumælandi meðlima rétttrúnaðarkirkjunnar í Austur-Úkraínu, en hefðu kannski frekar viljað vopnahlé vegna jólahátíðar Vestur-Úkraínu.

Það er að segja, ef mismunandi jólahefðir innan Úkraínu fylgja landfræðilegri útbreiðslu úkraínsku og rússnesku sem tungumála. 

Annars hefði kannski, svona upp á friðarumleitanir að gera, verið sniðugt að samþykkja vopnahlé. Öll vopnahlé, sama af hvaða ástæðu þau eru. Leyfa rykinu að setjast og kannski koma á samskiptum í stað sprengjuárása. Eiga inni greiða: Ég samþykki þitt vopnahlé núna og þú samþykkir mitt seinna. En svona er maður barnalegur.


mbl.is Úkraínumenn fallast ekki á vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting: Allir vilja fleiri virkjanir

Nýleg skoðanakönnun leiðir í ljós að meirihluti Íslendinga vilji fleiri virkjanir.

Þetta er auðvitað rangt. Jú, kannski segja sumir að þeir vilji ekki fleiri virkjanir. Þeir vilja þær samt.

Rafmagnsnotkun er sífellt að aukast og er mikil fjölgun rafbíla bara einn angi á þeirri þróun. Sífellt fleiri raftæki eru á leið inn í líf okkar, frá símum, spjaldtölvum og snjallúrum til eftirlitsmyndavéla. Okkur er að fjölga. Krakkar fá fyrr og fyrr rafmagnstæki í hendurnar, jafnvel strax í vöggunni. Götum fjölgar og þær þarf að lýsa upp. Í útilegunni erum við meira að segja með sífellt fleiri tæki eins og ég tók eftir í sumar þegar allir í kringum mig voru með hitablásara í tjaldinu (nema ég). Fólk er hætt að nota vöðvana til að hjóla og komið á rafmagnshjól eða -hlaupahjól. 

Listinn er endalaus og vöxtur í notkun rafmagns þar með.

Það má því segja að meirihluti landsmanna segist vilja fleiri virkjanir en allir sem einn tjá sig þó líka í verki og taka þátt í aukinni rafmagnsvæðingu á öllu í kringum sig, og hljóta þá að vilja rafmagnið líka.

Gott mál.


mbl.is Meirihluti vill fleiri virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný afbrigði styrkja og auka aðlögunarhæfni ónæmiskerfisins

Sóttvarnalæknar víða hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum af SARS-CoV-2 veirunni (sem veldur COVID-19).

Þær áhyggjur eru óþarfar með öllu og í raun á að fagna því að ný afbrigði komi í sífellu fram, breiðist út til sem flestra og styrki ónæmiskerfi okkar. Þannig virkar flensan og þannig virka aðrar kórónuveirur, sem í daglegu tali kallast kvef.

Ég hef áhyggjur af því að sóttvarnalæknar hafi áhyggjur af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 en sýnilega ekki áhyggjur af nýjum afbrigðum annarra veira sem hringsóla í sífellu í samfélagi okkar. 

Af hverju þessar áhyggjur af einni veiru en ekki öðrum?

Af hverju að ríghalda í þessar áhyggjur af einni veiru en ekki öðrum? Það er varla hægt að tala um nýja veiru lengur eftir að hún er orðin landlæg um allan heim. Líkamar okkar flestra hafa lært á hana (þótt þeir sem hafi látið sprauta sig mjög oft hafi mögulega skert getu ónæmiskerfis síns til að takast á við hana). Hún er ekkert á förum og hún er ekkert banvænni en margt annað sem gengur yfir okkur.

Ný afbrigði eru óumflýjanlegur veiruleiki um alla framtíð. Það er ekki áhyggjuefni heldur fagnaðarefni. 

Þarf kannski að skrifa minnisblað og senda á sóttvarnalækni?


mbl.is Ný afbrigði mögulega líklegri í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi raddir vakna loksins

Alþjóðleg samtök flugfélaga hafa gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda um að skikka ferðamenn frá Kína til að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi við komuna til annarra landa.

„Það eru mik­il von­brigði að sjá þess­ar tak­mark­an­ir sett­ar aft­ur á í fljót­færni á sama tíma og þær hafa reynst ár­ang­urs­laus­ar síðustu þrjú árin,“ sagði Willie Walsh, yf­ir­maður sam­tak­anna In­ternati­onal Air Tran­sport Associati­on í yf­ir­lýs­ingu.

Það blasir við að samtökin In­ternati­onal Air Tran­sport Associati­on eru samtök samsæriskenningasmiða sem hlusta ekki á vísindin, ekki satt? Þau eru samt nýir meðlimir í þeim hópi því þeir sem töldu að endalausar skimanir, takmarkanir, einangranir og þess háttar vera vonlausa vörn gegn loftborinni og frekar fyrirsjáanlegri veiru hafa lengi verið til.

Ég legg til að Vesturlönd snúi aftur til vestrænna nálganna vegna flensu og annarra pesta af svipuðum styrkleika og sleppi því að loka börn og aldraða inni til að rotna lifandi úr einangrun, drepa hagkerfi, magna upp fátækt og eitra fyrir fólki með sprautum.

Hófsöm tillaga, að mínu mati.


mbl.is Segja Covid-takmarkanir tilgangslausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dilbert og sprauturnar, janúar 2021

Það hefur tekið töluvert langan tíma að afhjúpa fyrir almenningi (að stærstum hluta, vona ég) hætturnar af kóvít-sprautunum og fá fólk almennt til að hætta að þiggja fleiri. En sumir sáu snemma það sem allir sjá ekki í dag. Meðal þeirra voru höfundar Dilbert-myndasagnanna. Frá því í janúar 2021:

dt210117

Dilbert var líka góður í grímunum:

dt201008

Húmor eins og þessi hjálpaði mér vissulega að hlægja mig í gegnum vitleysuna sem gekk á alltof lengi (hver dagur fram yfir maí 2020 var of mikið). Sagnfræðingar með metnað hljóta nú að vera afhjúpa hvað fór í raun og veru fram. Dilbert-myndasögurnar ættu að vera hluti af þeirri skjalfestingu!


Rafmagnsbílar eru æðislegir nema ...

Rafmagnsbílar eru frábær tæki. Hljóðlausir sigla þeir um göturnar, troðfullir af skjáum og góðri samvisku eigandans. Þeir nota ekki olíu og kol (beint). Engir gírar og snöggir upp í löglegan hámarkshraða. Stundum meira að segja falleg tæki.

Ég hef ekkert út á rafmagnsbíla að setja (nema þrælavinnuaflið í fátækum ríkjum sem aflar hráefnanna í þá, en hverjum er ekki sama?). Þeir eru einfaldlega frábærir. Þeir sem eiga þá eru umhverfisvænasta og besta fólkið sem finnst í samfélagi okkar.

Og það þolinmóðasta:

Tesla owners blast Christmas car charging chaos with dozens of electric vehicles forced to wait in THREE HOUR queues at charge stations across the UK

Þessi fyrirsögn er úr breskum fjölmiðli. Hún sýnir hvað rafbílaeigendur eru umburðalyndir og þolinmóðir. Þeir fórna fjölskylduboðinu til að hlaða bílinn til að komast í það. Dýrðlingar!

Rafmagnsbílar eru hápunktur okkar samfélags. Þeir breyta einföldu rafmagni í orku til að knýja bíla áfram! Hvernig er rafmagnið framleitt? Hverjum er ekki sama! Er nóg af því ef framleiðslan stendur í stað en eftirspurnin eykst? Hverjum er ekki sama!

Á Íslandi er veitt fálkaorða fyrir að læsa gamalt fólk inni hjá sér og stunda vinnu fyrir hið opinbera í nokkra áratugi. Ég legg til að hún fylgi hverjum seldum rafmagnsbíl. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband