Er Álfheiður Ingadóttir vanhæf?

Áhugavert að sjá Álfheiði Ingadóttur, formann viðskiptaráðs Alþingis, stíga í pontu og segja eftirfarandi:

  • Hún þekkti ekki til matsins sem um var rætt
  • Hún frestaði föstum nefndarfundi, af einhverjum ástæðum
  • Hún eyddi megninu af ræðutíma sínum í að benda á alla aðra til þess að afsaka eigið athafnaleysi

Þegar nefndarformaður þekkir ekki til mála er viðkoma nefnd sinni, heldur ekki fundi, hefst ekkert að og eyðir púðrinu í að benda á aðra, þá liggur við að maður spyrji sig: Er hún starfi sínu vaxin?

Til gagns og gamans þá er hér ferilskrá formanns viðskiptaráðs Alþingis (feitletranir mínar): 

Kenndi líffræði með námi í MH og MR. Blaðamaður, þingfréttamaður og um tíma fréttastjóri við Þjóðviljann 1977–1987. Framkvæmdastjóri laxeldisstöðvarinnar Hafeldis í Straumsvík 1987–1989. Vann við gerð einkaleyfisumsókna og skráningu vörumerkja 1989–1991. Blaðamaður í lausamennsku síðan 1991. Upplýsingafulltrúi Samtaka um kvennaathvarf 1994–1995 og framkvæmdastjóri ráðstefnu norrænna kvennaathvarfa á Íslandi í nóvember 1995. Útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands 1996-2007 og ritstjóri Náttúrufræðingsins 1996-2006.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ferilskrá og flott kona hún Álfheiður ! Hún mun alveg örugglega standa sig í starfi það eru óþarfa áhyggjur hjá þér að halda annað!

Ína (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:19

2 identicon

Það gengur ekki lengur að almenningi sé haldið út undan um þau atriði sem sannarlega snerta hann. Ég geri skýlausa kröfu um að öll staðan sé lögð á borðið, almenningur á heimtingu á því.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ína,

Jújú allt voðalega flott, en ég spyr mig samt að því hvort hún sé ekki algjörlega vanhæf í þetta starf, hvort að það að hún muni standa sig bæti upp fyrir að hún ekki að standa sig.

Ágúst,

Það ríkir alþjóðleg fjármálakrísa og íslenska bankakerfið er hrunið til grunna. Hvað þarf til að réttlæta fund í nefnd sem fer með málefni hins íslenska fjármálakerfis?

Hefur áhuga og vel lesin segir þú? Mér þætti vænt um að lesa eins og einn  stafkrók eða tvo sem staðfesta það. Annars gæti ég freistast til að halda að hún hafi fengið stól sitt eingöngu út á flokkslitinn og vinatengsl.

Hvort hún sé dýralæknir eins og Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra eða líffræðingur að mennt er aukaatriði, sammála því, og ætti ekki að vera mælistika á neitt í sjálfu sér, enda hennar hlutverk að taka pólitískar ákvarðanir, ekki tæknilegar. Þótti samt gaman að draga fram ferilskrá hennar, svona til að sía fyrirfram út athugasemdir frá þeim sem flagga "fagmennsku" hæst allra fána.

Björn,

Dream on.

Geir Ágústsson, 26.5.2009 kl. 19:02

4 identicon

Hvað á það að þýða að tala um að áhugi sé jafngildur prófgráðu þegar kemur að stöðu sem þessari?
Var það ekki ein af kröfum þjóðarinnar að embættismenn yrðu skipaðir á faglegum forsendum og væru menntaðir í sínu starfi?

Ég get ekki séð að Álfheiður eigi á nokkurn hátt tilkall til þeirrar stöðu sem hún ber. Og ég á erfitt með að sannfærast um að hún sé hæf til að taka nokkrar ákvarðanir í viðskiptanefnd, hvort sem eru tæknilegar eða pólitískar.

Ég hugsa að við verðum bara að treysta því að nefndin sé skipuð raunverulegum fagaðilum og Álfheiður sé einungis pólitísk skrautfjöður sem komi hvergi nálægt ákvarðanatökum.

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Dagbjartur,

Á meðan hún aflýsir ekki fundum þá ætti hún alveg að duga sem formaður þessarar nefndar. Mér sýnist hún einmitt hafa víðtæku reynslu af því að kalla inn til funda.

Ágúst, 

Þú hefur nú tvisvar nefnt meintan og miklan áhuga Álfhildar líffræðings á gangverki hins íslenska fjármálakerfis og bönkunum sem í því starfa, og ég bið á móti í annað skiptið um stafkrók eða tvo eftir hana sem sannfærir mig um tilvist þessa áhuga. Ætti að vera auðfundið fyrir þig þótt ég finni ekkert.

Geir Ágústsson, 26.5.2009 kl. 20:58

6 Smámynd: Höfundur ókunnur

Fyrirsögn færslunnar er spurning, svar við henni er annaðhvort hikandi eða hrópandi játning.

Séu menn stuðningsmenn VG þá má eflaust þvæla eitthvað annað.

En á hinn bóginn þá sé ég ekki nauðsyn þess að grafa upp ferilskrá hennar til vitnis um vanhæfi, fyrri hluti færslunnar dugir einn og sér.

Höfundur ókunnur, 11.6.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband