Peningamagn, einhver?

Morgunblaðið fjallar í léttum dúr um ástandið í Zimbabwe eins og land undantekninga. Raunin er samt súm að ástandið í Zimbabwe er hið sama og framkallar hina svokölluðu "fjármálakreppu"Vesturlanda  - ofurframleiðsla á peningum sem raskar ró framboðs og eftirspurnar. Íslendingar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið keppast nú um að auka peningamagn til að "koma hjólum hagkerfisins af stað". Leið Zimbabwe ræður ríkjum. 

Hvenær verða núllin klipp af evrunum? Tíminn einn um leiða það í ljós. Miðað við "aðgerðir" dagsins í dag er það bara spurning um hvenær, en ekki hvort það gerist.


mbl.is Nýr seðill: 500.000.000 dollarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þeir sem vilja sjá gott dæmi um starfsemi seðlabanka, ættu að horfa til Zimbabwe. Þarft verk Geir, að veita sýn til Draumalandsins.

Þessa dagana eru seðlabanka-stjórarnir í því landi að fínstilla peninga-stefnuna. Seðlabankar um allan heim hafa sömu starfshætti og afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Auðvitað hefur IMF nóg að gera, enda "fyrirbærið seðlabanki" skilgetið afkvæmi hans.

Ef einhver fyrirfinnst svo sérlundaður, að hann vilji heldur efnahagslegan stöðugleika en fínstillingu Seðlabankans, á hann bara einn úrkost sem nefnist Myntráð. Hér eru nokkrar upplýsingar um Myntráð:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ísland er víst næst fyrir ofan Simbabve í lánshæfiseinkunn. Eða var það fyrir neðan...?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.12.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband