Kreppubók dagsins: The Politically Incorrect Guide to Capitalism

Í góðæri eru þeir margir sem ráðleggja um hvernig á að skulda og kaupa meira án þess að spara eða auka tekjur sínar. Í hallæri fæðast hagfræðingar á hverju götuhorni og vilja gefa "ráð" til yfirvalda um hvernig eigi nú að stýra fólki og fé inn í nýja og betri tíma.

Fæstir skilja að góðæri eins og nær allur heimurinn hefur upplifað undanfarin ár hefur verið keyrt áfram af nákvæmlega sömu ástæðum og kreppan sem nú siglir í kjölfarið. Höfuðástæða (auk annarra) bæði góðærisins og kreppunnar er sú sama: Fikt ríkisvaldsins við peninga okkar. Þeir hafa verið fjöldaframleiddir af flestum seðlabönkum heims undanfarin ára og runnið til framkvæmda sem virtust vera arðbærar á ríkis-niðurþvinguðum vöxtunum. Þegar markaðslögmálin loks koma til leiks og benda á að húsnæðisverð sé úr öllu samhengi við framboð og eftirspurn (og knúið af  yfirboðum með notkun nýrra peninga), og hlutabréfaverð löngu hætt að tengjast verðmætasköpun fyrirtækja (heldur eltingaleik eigenda nýrra peninga við hærri og hærri ávöxtun á kostnað allra annarra), já hvað gerist þá? Margfalt peningamagnið afhjúpast sem verðlausir pappírsmiðar, og heimurinn lendir í "fjármálakreppu".

Gott og vel, segja þá hinir nýútklöktu hagfræðingar, er málið þá ekki bara að auka ríkisútgjöld og framleiða enn fleiri peninga með núllun stýrivaxta? Það var jú ástæða seinasta góðæris ekki satt? Nýtt góðæri hlýtur að geta fæðst með sömu aðferð!

Það er þá sem ég segi við fólk: Lestu hið ágæta, auðskiljanlega og tiltölulega blaðsíðufáa kynningarrit um hagfræði, frjálsan markað og kapítalisma sem heitir The Politically Incorrect Guide to Capitalism, og hugleiddu texta þess út frá núverandi ástandi hins alþjóðlega og innlenda fjármálakerfis (meðal annarra hluta). Þú sérð ekki eftir því!

Og veistu hvað! Þar sem ég bý, vinn og þéna í landi sem bíður enn síns tíma í fjármálakreppu heimsins (Danmörku) þá skal ég meira að segja senda þér eintak þér að kostnaðarlausu ef þú ert einn/ein af þeim fyrstu þremur sem sannfærir mig um nauðsyn þína á að eignast ritið (sem, ef marka má fréttir frá mótmælum á Íslandi um þessar mundir, ætti ekki að vera ýkja erfitt).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þú ert að grínast er það ekki.

Þegar menn eru farnir að vitna P.I.G  þá er erfitt að vita hvort er. 

Sævar Finnbogason, 11.12.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki að grínast. Hví spyrðu? (Þér láðist að gefa rökstudda ástæðu fyrir spurningu þinni. Geri ráð fyrir að hún finnist.)

Einhver önnur ástæða fyrir athugasemd þinni önnur en (hugsanlegt) óþol þitt á P.I.G.-bók sem þú hefur kannski og kannski ekki lesið?

Kannski vantar þig bara tilvísun í bók með alvarlegri titil? Mæli þá með What Has Government Done to Our Money?

Geir Ágústsson, 12.12.2008 kl. 01:20

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ef ríkisþvingað "fractional reserve banking" væri góð hugmynd, væri Róm enn stórveldi.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.12.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Einar Jón

Ég bý á Indlandi en hef tekjur í íslenskum krónum. Þar sem klósettpappír er bara notaður af vitlausum útlendingum kostar rúllan hátt í 50 rúpíur, eða 100-150 kreppukrónur.

Er það næg ástæða til að fá fría bók?

Einar Jón, 13.12.2008 kl. 07:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Mjög sannfærandi! Gmailaðu mig endilega heimilisfangi þínu.

Geir Ágústsson, 14.12.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Einar Jón

Gott mál. Ég afsala mér henni þó ef þrír aðrir koma fram sem þú telur verðskulda bókina frekar.

Heimilisfangið má finna á einarjon.blog.is, á sama stað og þú segist vera Sjálfkrýndur sérfræðingur um samfélagsmál á þessari síðu.

Þetta gæti orðið áhugavert. Það er aldrei að vita nema ég þokist til hægri á litrófinu ef ég slysast til að lesa bókina.

Einar Jón, 18.12.2008 kl. 07:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Bók pöntuð, og mér sagt að hún komi því miður ekki til þín fyrr en eftir 25. des. en þú ert vonandi ennþá á sömu indversku addressu þá og nú. Njóttu vel!

Geir Ágústsson, 18.12.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband