Af hverju að lækka skatta á tekjur einstaklinga?

HHG fær orðið: "En auðvitað er röksemdin fyrir því að lækka skatta á einstaklinga ekki sú, að þá vinni þeir meira, þótt það sé eflaust rétt, eins og Prescott segir. Röksemdin er, að þá fá þeir, sem vilja bæta kjör sín og sinna með meiri vinnu, tækifæri til þess, án þess að ríkið hirði mestalla kjarabótina af þeim. Öðrum er eftir sem áður frjálst að vinna minna, en þeir verða um leið að sætta sig við lægri tekjur."

Eða umorðað (af mér, vitaskuld): Lækkun skatta (á tekjur einstaklinga, meðal annars) er réttlætisaðgerð sem flytur ákvörðunarvaldið frá þeim sem krefjast verðmætanna til þeirra sem afla þeirra, eða kjósa að afla þeirra ekki, séu fjárráð til þess til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband