Skólum vantar markaðseftirlit, ekki gæðaeftirlit

Þegar bent er á brotalamirnar í rekstri hins opinbera er "lausnin" sem bent er á oftar en ekki sú sama: Fleiri eyðublöð, fleiri ráðgjafa, fleiri titla, meira skrifræði.

Þegar brotalamirnar lagast ekki við það er enn og aftur stungið upp á sömu "úrræðunum": Fleiri eyðublöð, fleiri ráðgjafa, fleiri titla, meira skrifræði.

Menntakerfið er rekið á þeirri fádæma vitlausu hugmynd að það sem hið opinbera (skattgreiðendur) greiðir fyrir þarf hið opinbera einnig að reka.  Stjórnmálamenn eru ekki að innheimta skatta til að greiða fyrir menntun barna. Nei, stjórnmálamenn eru að innheimta skatta og sólunda svo tíma sínum í bein afskipti af einhverju sem þeir eru ekki neitt sérstaklega góðir í, sem er daglegur rekstur og yfirumsjón með stórum og fjölmennum vinnustöðum með margbrotinn viðskiptavinahóp (börn á skólaaldri og foreldrar þeirra).

Með einu pennastriki væri hægt að breyta hinu íslenska grunnskólakerfi (og skólakerfinu öllu ef út í það er farið) þannig að fé fylgir barni, og að sá skóli sem menntar barnið fær peninginn en sá skóli sem missir barn af skólabekk hjá sér situr uppi með sárt ennið. Þar með væri markaðsaðhald innleitt, og því fylgir í fæstum tilvikum stærri og stærri bunki eyðublaða og verkferla sem ekki bæta eitt né neitt eða laga! 


mbl.is Mikilvægt að auka gæðaeftirlit í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er hárrétt og skemmtilega orðað. Markaðseftirlit, ekki gæðaeftirlit.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.1.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Hárrétt. Ég starfa sem framhaldsskólakennari og ég fæ alveg í magann þegar ég sé fíflaganginn sem á sér stundum stað í menntageiranum. Ef að frjálshyggjumenn eiga að ná sínum skoðunum á framfæri og ná að sannfæra sem flesta um réttmæti þeirra hugmynda er það eina rétta að ráðast fyrst og fremst á skólakerfið. Sem stendur er skólakerfinu stjórnað af örgustu sósíalistum og gæti verið ástæðan fyrir því að hagfræði hefur nánast verið úthýst úr íslensku menntakerfi. Það hefur gert það að verkum að 90% þjóðarinnar skilur ekki fréttirnar sem þau lesa og samþykkja furðulegustu aðgerðir ríkistjórnarinnar við að færa fjármuni til og frá um hagkerfið með með mjög vondum afleiðingum. Ríkinu hefur í raun tekist að sannfæra megnið af þjóðinni, að ég tel í gegnum skólakerfið, að ríkið sé eini aðilinn sem er fær um að veita grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntun. Ekkert gæti verið fjærri sannleikanum.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 20.1.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Einar Jón

Og þér vantar málfræðikennslu...

Af hverju kunna allir að segja "mig vantar", en í 3. persónu er þágufallsýkin allsráðandi?

Annars ágætur punktur hjá þér. 

Einar Jón, 22.1.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband