Að knýja bíla með korni er slæm hugmynd

Óveður, þurrkar, fellibylir og flóð hafa alltaf verið til staðar, í mismiklum mæli og yfirleitt staðbundið, og enginn hefur sýnt fram á að loftslagsbreytingar dagsins í dag séu að hafa nein áhrif þar á. Veikar vísbendingar hafa verið hraktar með sterkum vísbendingum. CO2 er einfaldlega ekki markverður drifkraftur loftslagsbreytinga miðað við t.d. sólbletti, El Nino Kyrrahafsins, vatnsgufu og fleira slíkt.

Hið nýja við það sem er að gerast í dag er að eftirspurn eftir matvælum er að aukast. Vissulega vegna þess að milljónir Asíubúa eru að rísa úr ömurlegri fátækt og til betri lífskjara, en einnig vegna þess að ríkir Vesturlandabúar hafa tekið upp á því að breyta kornmeti í etanól í stórum stíl til að knýja bílvélar sínar. Hagkvæmni þess er svo gott sem engin, a.m.k. ekki þegar verðlag byrjar að endurspegla hina tilbúnu nýju eftirspurn sem fyrst og fremst er knúin áfram af gallaðri heimsmynd um umhverfisvitund og "CO2 hlutleysi". Skynsemi þess að brenna matvælum er einnig mjög takmörkuð. Þessari iðju ættum við að hætta sem fyrst.

Vesturlandabúar, vinsamlegast borðið matinn ykkar og brennið olíunni. Það er til næg olía til a.m.k. 50 ára og því nægur tími til að finna hagkvæman orkugjafa sem mun með tíð og tíma leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Kjarnorka og vatnsafl hafa vissulega reynst arðbærir arftakar á mörgum sviðum víða um heim, en engan veginn hentugir þegar kemur að því að knýja ökutæki okkar og flugvélar. Við þurfum því að bíða enn um sinn eftir arftakanum, en gerum engum greiða með því að sóa auðlindum og landi í vindmyllustæði og kornrækt fyrir bensínbíla.


mbl.is Matvælaverð aldrei hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein (set þó ? við CO2).

Kapítalisminn er nú svo magnað fyrirbrygði að við vitum aldrei nema hækkanir á matvælum eigi eftir að koma fátækum þjóðum vel. Þær eru jú fyrst og fremst matvælaframleiðslu þjóðir. Nú minkar e.t.v. gjafakornið sem dregið hefur máttinn úr þeirra landbúnaði.

Svo eru 50 ár fljót að líða. Ímyndaðu þér ástandið þegar aðeins 10 til 20 ár eru eftir. Það verður gífurleg spenna milli þjóða um síðustu dropana ef notkunin eykst jafn hratt og undanfarið. 

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mannkynið hefur yfirleitt verið að taka sér þessi 100 ár að skipta um orkugjafa (tré > kol, kol > olíu), en ég gef mér að það muni taka skemmri tíma núna (allskyns blendingjavélar nú þegar til og hver veit nema míni-kjarnorkurafall detti á markaðinn eða orkucellur taki stökkbreytingum t.d. þökk sé nanótækni?).

50-70 ár eiga við í dag. Ef Norðupóllinn reynist gjöfull eða tæknin gerir mannkyni kleift að bora á yfir 2500 metra dýpi (t.d. 5000!) þá er aldrei að vita.

Eitt er víst; afskiptasamir stjórnmálamenn eiga ekki að setja sig í stól völvuspárkellinga og reyna "leysa" framtíð sem þeim þykir "fyrirsjáanleg". Til þess er prufa-og-mistakast-aðferð hins frjálsa markaðar mun hentugri.

Geir Ágústsson, 18.12.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það þykir mér vera frumleg þróunaraðstoð að brenna matvælum til að hækka verð á þeim miðað við að undanfarin 50 ár hafa þau verið niðurgreidd og þeim dælt á markaði þróunarríkjanna, þarlendum bændum til mikils hugarangurs (og hungurs), samhliða því sem stjórnmálamönnum þeirra er réttur peningur í nafni uppbyggingar og góðmennsku.

Af tvennu illu er hið fyrra e.t.v. skömminni skárra en slæmt engu að síður. Hungrið flyst einfaldlega frá Afríku til Mexíkó (eða eykst á báðum stöðum).

Korn á heima í maga, ekki bensíntönkum ríkra Vesturlandabúa með misskilda umhverfisvitund.

Geir Ágústsson, 18.12.2007 kl. 18:13

4 identicon

Algerlega sammála þér, það er siðlaust í heimi þar sem við virðumst í vandræðum með að fæða alla mennska munna, að hefja samkeppni um matinn til eldsneytisframleiðslu! 

Hef einnig heyrt að snillingarnir í westri séu að koma með genabreyttar útgáfur af þessum jurtum, sem verða ekki ætar, - ekki að genabreytt jukk sé gott, en þessar útgáfur nýtast bara alls ekki til manneldis.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband