Um kennslu 7-10 ára barna á því hvernig eigi að örva endaþarm sinn kynferðislega

rassÍ nýlega þýddri kennslubók fyrir 7-10 ára börn, sem inniheldur orðin kyn og kynlíf í titli, aðgengileg hér (og tel líklegt að verði fjarlægð í náinni framtíð, svo vonandi er einhver búinn að sækja afrit), er fjallað um það, á blaðsíðu 65, hvernig börn á aldrinum 7-10 ára geti örvað sig kynferðislega með því að snerta á sér endaþarminn (bara ekki of harkalega, og muna að þvo á sér hendurnar eftir á). Ágæta umfjöllun um þessa blaðsíðu, auk annarra, má finna í frétt DV, sem kom mér á óvart í varfærinni en raunsærri umfjöllun um þetta kennsluefni (undantekningin sannar regluna því DV flýtti sér að birta aðra frétt sem kallar gagnrýni á kennslu í endaþarmsörvun 7-10 ára barna, meðal annarra kynlífsleiðbeininga, meiðandi og særandi og hvaðeina).

Nú bý ég í litlu sveitarfélagi í Danmörku og á 12 ára og 5 ára börn sem starfsmenn sama sveitarfélags umgangast í marga klukkutíma á dag á virkum dögum. Ég hef ekki séð nein ummerki um að þessum börnum sé sagt að þeim hafi verið úthlutað kyni, hvernig þau geti stundað sjálfsfróun og að fólk sé af öðru kyni en blasir við með berum augum.

Mér finnst það vera alveg ljómandi gott (og man þó vel þá tíma þegar sonur minn var ungur og með frekar sítt hár og oft ávarpaður eins og stúlka). Kannski kynlífsfræðsla eigi heima meðal þeirra sem eru orðnir kynþroska eða alveg að detta í slíkt. 

Hvað um það. Lítil umræða er um kennslu 7-10 ára barna í kynferðislegri örvun á endaþarmi sínum á Íslandi og kennurum finnst að sér vegið þegar það er svo mikið sem rætt um ágæti þess.

Þetta finnst mér skrýtið, því kennsla í kynferðislegri örvun á endaþarmi er svolítið skref og frávik frá annars ágætu fyrirkomulagi kynlífsfræðslu í íslenskum skólum.

Það bætir aðeins úr skák að þeim er bent á góðan handþvott í kjölfar þess að hafa strokið endaþarm sinn, en mér finnst það ekki nóg.

Það ætti mögulega að hætta svona kennslu, og líka kennslu í því að efast um eigið kyn.

En það er bara mín skoðun, sem foreldris sem hef áhyggjur af hugarástandi íslenskra kennara, námsefninu sem er borið á borð lítilla barna og áhugaleysi stjórnvalda og foreldra á þessari innrás í líf krakka.

Og með innrás vil ég helst bera saman við sprengjuárás, sem skilur eftir sig rústir.

Góða endaþarmsörvun, gott fólk, og kæru börn. Muna að þvo hendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er nú meira ógeðið.

Þetta virðist allt vera í boði sitjandi yfirvalda á íslandi.

------------------------------------------------------------------------

Sjálfur hef ég meiri áhuga á ORKUSTÖÐVUNUM 7

heldur en 7 ára börnum.

Það er allt önnur saga: 

https://contact.blog.is/blog/contact/category/2293/

Dominus Sanctus., 12.9.2023 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þegar ég var í gagnfræðaskóla var lítilega fjallað um kynlíf á bls.82 en kennarinn lét okkur "hlaupa yfir" þá síðu. Það dugði þá!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.9.2023 kl. 20:52

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þó það sé dálítið önnur saga, þá var maður undrandi á afskiptaleysi lögreglu/félagsmála batteríunum í Bretlandi, þegar komst upp um pakistanana sem misnotuðu ungar stúlkur í hundraða tali. Afsökunin var að yfirvöld voru hrædd um að vera ásökuð um kynþáttahatur.

Nu er ekki um neitt slíkt að ræða í þessu máli, en getur verið að kennarar þori ekki að andmælaþessari kennslu af ótta við að virðast heimóttalegir? Nú eða þeir séu bara allir svona woke. Eitthvað er það, þegar skólayfirvöld og/eða kennarastettin bera ekki slíkt kennsluefni undir foreldra. 

Ragnhildur Kolka, 12.9.2023 kl. 21:59

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar ég renni í gegnum fréttirnar á rúv, sé ég að kennarar eru fjúkandi illir yfir tillögu um sameiningu skóla. Svo virðist að þeir vakni aldrei til lífsins nema þegar hróflað er við stöðu þeirra og réttindum. 

Þó er það svo að þeirra frumskylda er að huga að velferð barnanna í þeirra umsjá og koma einhverju gagnlegu inn í hausamótin á þeim. 

Ragnhildur Kolka, 12.9.2023 kl. 22:09

5 identicon

Er ekki yfirstrumpur þessarar

endaþarmsörvunarfræðslu 7-10 ára barna

Barnamálaráðherrann úr Dölum?

Hlaðvarpsþættirnir, Lömbin þagna ekki,

bera honum ekki vel söguna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.9.2023 kl. 23:39

6 identicon

Menntamálastofnun heyrir undir mennta og barnamálaráðuneytið (áður mennta og menningarmálaráðuneytið).

Af hverju ræðir ríkisútvarpið, og aðrir fjölmiðlar landsins, ekki við ráðherra málaflokksins, heldur lætur katrínu svara fyrir endaþarmsörvunarfræðslu barna? 

Svo má spyrja af hverju katrín finni annars hjá sér þá sérstöku hvöt að svara fyrir þessa svokölluðu fræðslu?  Er þetta helsta áhersluatriði, hin eina sameiginlega sýn,  ríkisstjórnar hennar?

Hún er annars vön að vísa til viðkomandi fagráðuneytis og ráðherra.

Hver ræður för hennar og verkum? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.9.2023 kl. 11:38

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar leitað er að orðaparinu "örva endaþarm" koma ekki upp margar niðurstöður en þó þessi frá kynlífsleikfangaverslun:

Dorcel - Dual Explorer (blush.is)

Kennslubók fyrir 7-10 ára börn er þá komin á þennan stað. Í kynlífsleikfangaverslun.

Geir Ágústsson, 13.9.2023 kl. 14:47

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég bíð eftir viðbrögðum foreldra við þessari vitleysu.

Hvernig lýst þeim á að Ríkið og allar þess stofnanir vilji senda barnanauðgara á börnin þeirra?

Hvernig lýst þeim á að Kata Jak sé bara í sjokki yfur að fólk sé eitthvað smá að mótmæla þessu - símleiðis?

Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2023 kl. 15:26

9 Smámynd: Dominus Sanctus.

Sæll Geir.

 Af hverju ert þú að flagga appelsínugula litnum í þínum haus?

Er það ekki aðal litur samkynhneigðra sjónarmiða?

(Það er að segja ef að fólk er ekki að starfa undir logomerki LANDSBJARGAR).

Dominus Sanctus., 13.9.2023 kl. 16:19

10 Smámynd: Dominus Sanctus.

Í mínum augum eru það BARA LANDBJARGARFÓLK, lögreglumenn, vegagerð og sjómenn sem eiga ða nota skær-gulu litina tengt ÖRYGGISMÁLUM

af því að þeir litir sjást betur í fjarska.

Annars á ekkert að vera að flagga þeim lit;

af því að slíkt gæti verið óbeinn áróður frá viðreisn /gaypride.

Dominus Sanctus., 14.9.2023 kl. 09:19

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Dominus,

Ég kem af fjöllum. Í þau mörgu ár sem ég hef haft þessa mynd hérna hefur það meira verið til gamans en einhver merkjasending. Sennilega valdi ég litinn í flýti í einhverjum filter. Ég mun ekkert aðhafast. Góðar stundir.

Geir Ágústsson, 14.9.2023 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband