Bitlaus ungmennafélög

Ég man vel eftir ţví ţegar ég fór ađ sýna stjórnmálum áhuga. Ţetta var í menntaskóla. Ţegar ég og einn skólafélagi minn höfđum fengiđ okkur ađeins í glas byrjuđum viđ alltaf ađ rífast um stjórnmál. Ég vissi ekki mikiđ um ţau, ţannig séđ. Ţekkti ekki hugtök eins og frjálshyggju og lítiđ hugtök eins og kommúnisma og sósíalisma. En mér fannst einhvern veginn vera skrýtiđ ađ hiđ opinbera ţurfi ađ vasast í öllu og ţiggja fyrir greiđann svimandi skattgreiđslur. Ţađ var bara eitthvađ bogiđ viđ ţađ.

Á ţessum árum opnađi Heimdallur, félag ungra sjálfstćđismanna í Reykjavík undir forystu Björgvins Guđmundssonar, heimasíđu og vefrit á léninu frelsi.is (sem er núna dáin sem sjálfstćđ síđa). Ég ţurfti ekki ađ lesa margar greinar til ađ vita ađ ţetta höfđađi mjög til mín. Ţarna voru skrifađar beittar greinar og margar hverjar frekar róttćkar, a.m.k. á mćlikvarđa tímans. Ég las einnig greinar Vefţjóđviljans sem komu út daglega í fjölda ára. Fleiri vefrit komu og fóru en í gegnum mín háskólaár höfđu ţessi tvö mikil áhrif á mig. Heimdallur gat svo sannarlega kallađ sig samvisku Sjálfstćđisflokksins og sparađi ekki gagnrýni á miđstjórn hans og stjórnmálamenn.

Nú er öldin önnur. Vefritin eru horfin eđa komin í strjála útgáfu. Ţau sem enn standa birta varfćrnar greinar og grafalvarlegar. Bitiđ er horfiđ, samviskan er ţögnuđ og hugmyndafrćđin er gufuđ upp. 

Hvernig stendur á ţessu? Er ţađ vegna ţess ađ unga fólkiđ sem sćkir í ađ verđa formenn og varaformenn ungmennafélaga er međ augun á stćrri verđlaunum? Vilja komast í háar stöđur seinna? Gerast feitir stjórnmála- og embćttismenn? Mögulega. Ekki ţarf mikiđ til ađ ćstur múgur ausi yfir menn skít og drullu og bletti ferilskránna međ ásökunum og uppnefnum. Ungur mađur í jakkafötum kćrir sig vitaskuld ekki um slíkt. Ekki sagđi unga fólkiđ mikiđ ţegar yfirvöld tóku af ţví framhaldsskólaárin, svo ţađ sé nefnt.

Til ađ kóróna kaldhćđnina í öllu ţessu er svo auđvitađ sú stađreynd ađ ungliđahreyfing Viđreisnar kallar sig Uppreisn. Og hvađ stendur sá hópur fyrir?

Uppreisn stendur fyrir frelsi, jafnrétti og opiđ samfélag. Samtökin eru svar ungs fólks viđ afturhaldi, sérhagsmunagćslu og einangrunarhyggju. Frjálslyndi og jafnrćđi helst í hendur og stuđlar ţannig ađ réttlátu samfélagi sem hefur burđi til ađ viđhalda samkeppnishćfum lífsgćđum og ţátttöku í samstarfi ţjóđa. Uppreisn trúir ţví ađ ungt fólk eigi sćti skiliđ til jafns viđ alla ađra hópa ţjóđfélagsins og berst ţví fyrir ţví ađ rödd ţeirra heyrist og ađ mark verđi tekiđ á henni.

Stutta útgáfan: Ekkert.

Kannski er hugmyndafrćđi dottin úr tísku í bili. Viđ eigum öll ađ vera eins. Hafa sömu skođanir. Berjast fyrir sömu málum. Berjast gegn sömu málum. Nota réttu orđin. Samţykkja allar skerđingarnar og skyldurnar sem lagđar eru á okkur, okkur sjálfum til verndar. Ţiggja sömu sprautur og flokkast öll í sama áhćttuhópinn gegn öllu mögulegu.

En ég ćtla nú ađ halda ađeins í mína lífsskođun, mín gildi og mína hugmyndafrćđi og vitaskuld halda áfram ađ hafa skođanir. Mínar skođanir. Og breyti ţeim ekki nema ađ hafa hugsađ máliđ. Međ mínum heila.


mbl.is SUS og Q orđin hluti af LUF
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegir tímar, ţađ er enginn stjórnmálamađur međ bein í nefinu lengur.

Ţetta er allt sami grauturinn, bara allir ađ fljóta ţćgilega ađ hćrri sköttum , meiri takmörkunum.

Sakna manna eins og Péturs Blöndal, ţó ég hafi ekki alltaf veriđ sammála honum hann hafđi ţó allavegana fyrir ţví ađ hafa rök fyrir sínu máli.

Emil (IP-tala skráđ) 28.2.2023 kl. 16:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Emil,

Ungir framapotarar vilja ekki óhreinka sig. Ţú sérđ nú líka hvađ fer fyrir hugsjónafólki á Alţingi: Ţađ er kosiđ í burtu, ýmist í prófkjörum eđa ţingkosningum. Kjósendur vilja ţetta miđjumođ ţar sem allir ţylja sömu frasana. 

Geir Ágústsson, 1.3.2023 kl. 11:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband