Hvenær verður bíllinn endanlega tekinn af venjulegu fólki?

Ég var í svolitlum samskiptum við góðan vin um hitt og þetta og í þeim sendir hann mér eftirfarandi hugleiðingu um bíla og efnahag sem mér finnst mjög áhugaverð og finnst að eigi erindi við fleiri:

Hvar rafbílana varðar þá eru þeir merkilega góðir að lifa með þeim þegar maður hefur efni á því en alls ekki hagkvæmasta lausnin fyrir veskið. Þeir eru lúxusgræjur ég á svoleiðis af því að ég vil græju en átta mig á því að þeir eru ekki móðir allra lausna og henta ekki öllum sér í lagi þeim tekjulægri sem munu lenda í vanda eftir því sem bílar verða dýrari og flóknari græjur með harðnandi reglum og útblástursmörkum tala nú ekki um þegar einfaldi bensínbíllinn verður bannaður þá erum við að skrifa með lögum fólk í fátækt eða á miskunn borgarlínunnar (verðin eru nú þegar að slide-a upp hratt og á hinum endanum er verið að auka kröfur til bíla í reglubundinni skoðun).

Maður spyr sig: Hvenær verður bíllinn endanlega tekinn af þeim tekjulágu?

Fyrir ekki mjög mörgum árum voru farskjótar bara aðgengilegir fyrir þá ríku. Ég er þá að meina hesta. Fjöldaframleidda bifreiðin breytti þessu. Hagkvæmt eldsneyti sömuleiðis. Venjulegur launamaður getur, í bili, leyft sér að skjótast á milli staða, nær og fjær, án þess að eyða öllum launum sínum í það. Hann getur keyrt hringinn í kringum Ísland, í útilegur, og í og úr vinnu, auðvitað, með viðkomu í matvöruverslun. 

Þessu á að breyta. Það er meðvitað eða ómeðvitað verið að taka bílinn af venjulegu fólki með því að gera hann óyfirstíganlega dýran, endingalítinn, viðhaldsfrekan og skammdrægan. 

Í nafni loftslagsbreytinga auðvitað, en það er bara átylla. Venjulegt fólk að keyra venjulega bíla er ekki að leiða til breytinga á loftslagi jarðar, og þetta sjá menn jafnvel þótt þeir kaupi kenninguna um áhrif koltvísýringslosunar á loftslagið. 

Loftslagsbreytingar eru ekki drifkrafturinn. Miklu frekar er hér að baki óþol á lífsstíl hins venjulega manns. Hann á ekki að geta skotist til útlanda í farþegaþotu. Hann á ekki að geta skroppið á bíl í búð. Hann á ekki að borða kjöt. Hann á ekki að nota plastpoka. 

Honum á að blæða.

Ferlið er vel á veg komið. Það mætir lítilli andspyrnu. Og í raun er það þér að kenna, og mér, og öllum sem eru bara að reyna vinna, lifa af, reka heimili og finna svigrúm til að njóta lífsins.

Eða ertu að bíða eftir því að stjórnmálamenn með rikuleg eftirlaun í vændum geri eitthvað?

Þú um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að fólk sé of vitlaust til að átta sig á ferlinu sem það er að taka þátt í.  Þegar það hefur loks misst allt, þá mun það ekki skilja hvernig það gerðist að það er fast einhversstaðar, allslaust, sveltandi.

Það versta er að vitleysingarnir eru svo margir.  Þeir draga alla með sér í vitleysunni, hvað sem hverjum finnst um það, og að er lítið við því að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2022 kl. 20:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Já, segðu. Það var til að mynda lítill vandi að taka plastpokana af Íslendingum þegar þeir versla sér í matinn. Í staðinn komnir pokar úr maís, sem fyrir mér hljómar eins og matvæli eða fóður en gerir engan saddan. 

Geir Ágústsson, 27.11.2022 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband