Lækning verri en sjúkdómurinn og enginn segir neitt

lsp_covHann er búinn, þessi heimsfaraldur, er það ekki? Enginn að tala um að skylda skólakrakka í bólusetningar (eða hvað?), lokanir að baki (eða hvað?), sprauturnar komnar í ruslið og leiðbeiningar um slíkar ekki lengur uppfærðar (eða hvað?), rekstur spítala kominn í eðlilegan farveg (eða hvað?) og almenningur byrjaður að frussa, faðma og fagna eins og enginn sé morgundagurinn (það er a.m.k. á hreinu). 

En bíddu nú við, gleymdist ekki eitthvað?

Gleymdist ekki að gera upp þennan tíma heimsfaraldurs? Þennan tíma lokana, skerðinga, mannréttindabrota, yfirgengilegra opinberra afskipta af lífum fólks og rekstri fyrirtækja og valdtöku embættismanna?

Já, auðvitað, og af góðri ástæðu: Fólkið sem var við völd situr enn sem fastast í stólum sínum og vill auðvitað ekki að neinn opni skúffur þess eða skápa fulla af beinagrindum.

En mæta þá ekki óháðir heimildamyndagerðarmenn á svæðið, og auðvitað höfundar bóka, greina, greininga og fyrirlestra, forsvarsmenn samtaka, læknar og prófessorar sem óttast ekki að verða vísað á dyr fyrir tjá sig!

Næstu 9 daga er hægt að horfa, alveg gjaldfrjálst, á heimildamynd sem umhverfist um þann merka mann, Dr. Anthony Fauci, og um leið um heimsfaraldurinn svokallaða, hér. Það „kostar“ bara að þú upplýsir nafn og netfang, og í mínu tilviki var það mitt eigið nafn og eigið netfang. Myndin er 1 klst 39 mín að lengd (1. hluti) en svo troðfull af efni, ummælum og tengingum að ég sé ekki að nokkur komi illa út úr áhorfinu. Jafnvel þeir sem eru ennþá að láta sprauta sig og bíða eftir næsta viðtali við einhvern hræðsluprestinn.

The Real Anthony Fauci - hugleiddu að kíkja á næstu dögum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nei, heimsfaraldurinn er ekki búinn, langt í frá. Því hugurinn sem bjó lýgina til og hugurinn sem trúði henni, er enn í sömu útópíunni, og hugurinn sem sá að útópían er dystópía hefur er enn að reyna að laga hana.

Guðjón E. Hreinberg, 19.10.2022 kl. 06:43

2 identicon

Bíómynd sem er byggð á skáldsögu og þykist vera heimildarmynd. Hvað er næst, Jaws til að læra allt um hákarla eða Tommi og Jenni til að kynnast lifnaðarháttum og siðum katta og músa?

Vagn (IP-tala skráð) 19.10.2022 kl. 12:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þarna þekki ég þig, kappi! 

Geir Ágústsson, 19.10.2022 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband