Lýðheilsa skiptir ekki mál. Landlæknir segir það

Heilbrigðisráðherra hefur boðað til lýðheilsuþings. Þar verður mikilvægi lýðheilsu rætt, eða eins og segir í fréttatilkynningu: 

Sam­kvæmt lýðheilsu­stefnu skulu stjórn­völd stuðla að því að lands­menn verði meðvitaðir um ábyrgð á eig­in heilsu, m.a. með fræðslu og vit­und­ar­vakn­ingu um gildi for­varna og heilsu­efl­ing­ar, svo sem á sviði nær­ing­ar, hreyf­ing­ar og geðrækt­ar.

En skiptir lýðheilsa máli? Forvanir? Heilsuefling? Nei, auðvitað ekki! Til að forða fólki frá veikindum hefur seinustu misseri verið talið nauðsynlegt að:

  • Rægja fæðubótarefni og aðrar aðferðir til að næra líkamann og styrkja ónæmiskerfið
  • Loka líkamsræktarstöðvum
  • Sprauta ungt fólk gegn veiru sem er því nánast hættulaus (á meðan sprauturnar eru það ekki)
  • Einangra eldra fólk og hraða hrörnun þess
  • Fylla líkama okkar af stresshormónum, t.d. með ótta við „smit“, að snerta hluti og hitta fólk
  • Lengja biðlista í heilbrigðiskerfinu
  • Taka ferðalög af fólki
  • Loka á súrefnisflæði með grímum
  • Gera vínskápinn meira aðlaðandi í innilokuninni
  • Skerða menntun og íþróttaiðkun krakka
  • Loka krakka ítrekað og svo dögum skiptir inn í „sóttkví“
  • Veikla ónæmiskerfi fólks með endurteknum lyfjagjöfum
  • Skerða aðgengi fólks að fjölbreyttum upplýsingum og skoðunum á tímum mikillar óvissu
  • Þurrka upp og sprengja húð fólks með allskyns hreinsiefnum við hverja hurð
  • Troða pinnum í nefkok fólks eftir að hafa látið það húka í kulda og trekki úti í biðröð
  • Þrýsta fólki frá fersku lofti útihátíða undir berum himni inn í lokuð rými innandyra, svo sem sóttvarnarhótel og sprautuhallir

Lýðheilsa? Nei, hættu nú alveg. Landlæknisembættið ber ábyrgð á því orðskrípi og henti í ruslið fyrir löngu síðan.

Það er undir okkur hinum komið að bera ábyrgð á eigin heilsu, nú eða vanrækja hana að einhverju leyti við ákveðin tækifæri ef það að lifa lífindu lifandi krefst þess (eins og að mæta í brúðkaupsveislu).

Lýðheilsuþing já? Frá þeim sem tröðkuðu á heilsu lýðsins í tvö ár? Mjög gott. Hvað næst? Að grænmetisætur og loftslagsprestar heimsins hendi í þing um mikilvægi hinnar blóðugu nautalundar í mataræði okkar?


mbl.is Boðar til lýðheilsuþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

100% sammála,

ættu ad skammast sín.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.10.2022 kl. 05:49

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Elítan hefur ekki vald yfir heilsuvitund okkar. Sósíalister eru með Lýðheilsuþingi að ræna fólk.

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2022 kl. 08:35

3 identicon

Í hugum fólks virðist þetta allt saman vera í lagi af því þetta er nú allt gert sérstaklega fyrir okkur fólkið. Ef þetta er allt gert með góðum hug þá er ekkert að því að endurtaka þetta allt saman.

Kristinn Bjarnson (IP-tala skráð) 18.10.2022 kl. 14:44

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Nýjast lýðheilsan er að það sé stórhættulegt að borða minna og hreyfa sig meira
ef maður vill grennast og þar sem allir með BMI yfir 30 eru flokkað sem offitusjúklingar (langflestir landsmenn) þá ætti að byrja dæla þessu frábæra lyfi sem ruglar hormónana svo heilinn heldur að líkaminn sé saddur í alla - strax í dag

Kastljós - Offitumeðferð, breytingar á menntakerfi og loftslagsaktívismi | RÚV Sjónvarp (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 18.10.2022 kl. 17:18

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Rétt! En að hugsa sér ósvífnina að ætla nú að "re-branda" sig sem talsmenn lýðheilsu - heilsu lýðsins. 

Grímur,

Magnað! Myndi ég þá frekar velja prógrammið hjá Lindu Pé:

https://www.lindape.com/products/vip

Geir Ágústsson, 18.10.2022 kl. 20:32

6 identicon

Í hugum fólks virðist þetta allt saman vera í lagi af því þetta er nú allt gert sérstaklega fyrir okkur fólkið. Ef þetta er allt gert með góðum hug þá er ekkert að því að endurtaka þetta allt saman.

Kristinn Bjarnson (IP-tala skráð) 19.10.2022 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband