Hjarðónæmið bak við tjöldin

Þegar ég var unglingur fór mikil orka í að reyna gera allskonar sem mátti alls ekki eða var óvinsælt meðal fullorðinna: Kaupa áfengi eða útvega það á annan hátt, brjótast inn, komast inn, vaka lengur, sofa lengur, halda eða mæta í partý, prófa ýmis efni, hnupla, krækja sér í mat og svona mætti lengi telja.

Samt var ég ósköp venjulegur unglingur í úthverfi og hafði þannig séð allt til alls, sem og allir mínir vinir (sem allir eru löghlýðnir borgarar með börn og skyldur sem þeir rækta).

Þetta með mörkin var samt bara nokkuð sem þurfi að prófa. 

Eru unglingar á Íslandi í dag ekki að gera neitt svipað? Ég heyri það frá einum íslenskum unglingi sem tengist mér að félagslífið sé ekki upp á marga fiska í hans úthverfi Reykjavíkur. Ekki mikil stemming fyrir því að hittast og skemmta sér. Þá rifjaðist upp fyrir mér frétt úr dönskum fjölmiðlum, frá ágúst 2020 þegar allir voru ennþá alveg að missa sig yfir veiru og heimurinn við það að farast. Fyrirsögnin segir alla söguna:

Hundredvis af festglade unge mødes til hemmelige fester

Hundruð ungmenna sem vilja skemmta sér hittast í leynilegum samkomum!

Þetta get ég staðfest að hluta þar sem ég hjólaði oft framhjá látum, hlátrum og tónlist frá svæði þar sem ungmenni voru að hittast í myrkrinu og skemmta sér þvert á allar reglur.

Kannski Danir eigi að veita þessum ungmennum orðu fyrir að Danmörk geti nú verið galopin án þess að svokölluð smit séu að leggja allt á hliðina. Á meðan þeir eldri hírðust heima hjá sér á árinu 2020, með lokaða glugga af ótta við veiru, þá var unga fólkið að byggja upp hjarðónæmi. Á meðan við erum nú að láta sprauta okkur með gagnslausu glundri er unga fólkið með grjóthart náttúrulegt ónæmi að kýla niður veirur sem verða á vegi þess.

Kannski íslensk ungmenni séu að sama skapi blórabögglar því um leið og fólk fær að lifa sæmilega eðlilegu lífi þá fá yfirvöld fullt af smitum í hendurnar sem eru notuð sem rök til að loka öllu á ný.

Kannski íslensk ungmenni ættu að hugsa sinn gang og byrja í auknum mæli að hittast í návígi og kasta veiru sín á milli, öðrum til varnar.

Eða er íslenski unglingurinn orðinn að rolu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Íslenskir unglingar eru börn veiruhræddra tví- eða þrísprautaðra foreldra, og skunduðu glaðir í tilgangslaus veirupróf í síðustu viku til þess að komast loksins á ball.

Ef þeir eru orðnir að rolum, þá er það foreldrunum að kenna.

Kristín Inga Þormar, 18.10.2021 kl. 21:11

2 identicon

"Kannski Danir eigi að veita þessum ungmennum orðu fyrir að Danmörk geti nú verið galopin án þess að svokölluð smit séu að leggja allt á hliðina. Á meðan þeir eldri hírðust heima hjá sér á árinu 2020, með lokaða glugga af ótta við veiru, þá var unga fólkið að byggja upp hjarðónæmi."

Já, rétt hjá þér með að unga fólkið þurfi að byggja upp ónæmiskerfið, svo og  hjarðónæmi, sjá einnig hérna: 






Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 23:52

3 identicon


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2021 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband