Engin leið að vita neitt og verðum bara að sjá til

Blaðamaður spyr sóttvarnarlækni: Hversu margt fólk þarf að veikj­ast al­var­lega svo hægt sé að rétt­læta aðgerðir inn­an­lands?null

Ekki-svarið sem hann fær: „Það er eng­in ákveðin tala sem seg­ir okk­ur það. Við verðum bara að meta þró­un­ina í þessu hverju sinni. Þetta er það sem við erum að reyna að fylgj­ast með í sam­starfi við Land­spít­al­ann.“

Úff.

Kannski vantar sóttvarnarlækni bara innblástur að utan. Í Danmörku segir læknir að á meðan ekki greinist fleiri en 1000 smit á sólarhring þá sé rými fyrir frekari tilslakanir. Það svarar til um 63 smita á sólarhring miðað við íslenska höfðatölu. Læknirinn segir:

Smitten er fortsat i den høje ende, men betydningen for hospitalsvæsenet er meget lav. Så alt i alt kører det stille og roligt.

Þetta er það sem kallast yfirvegun. 

Læknirinn bendir á að það sé aðallega ungt fólk að smitast og að það jafni sig fljótt. Komi það á spítalann stoppar það stutt við.

Á Íslandi er ekkert viðmið annað en að dag einn vaknar sóttvarnarlæknir áhyggjufullur og þurrkar verzlunarmannahelgina af dagatalinu. Og lýsir yfir nýrri bylgju. 


mbl.is Aðgerðir innanlands ekki útilokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

„Það að bólu­setn­ing­in sé með 90% virkni gegn al­var­legu smiti seg­ir okk­ur að lang­stærst­ur hluti þeirra sem smit­ast eru með væg ein­kenni. En þetta gæti auðvitað breyst, við vit­um til dæm­is ekk­ert hvað ger­ist ef að smit fer að ber­ast inn í viðkvæma hópa,“

Var ekki búið að bólusetja viðkvæmu hópana?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2021 kl. 18:25

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Það er með ólíkindum hvað þessi maður, og þau sem stýra þessum aðgerðum hér á landi komast upp með segja ósannindi og svara (ekki) eins og hann gerir þarna.

Ég hef sagt það áður og segi aftur, rannsóknarblaðamennskan er dauð hér á landi.

Kristín Inga Þormar, 19.7.2021 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband