Aldamótatónleikarnir sem aldrei urðu

Jónsi mun spila á Aldamótatónleikum, sem hann telur vera mest frestuðustu tónleikana í Covid, ásamt fleiru fræknu tónlistarfólki 15. október. Eða það heldur hann. Veit hann ekki að senn verður öllu lokað á ný og tónleikum aflýst?

Skoðum smittölur í júlí árin 2020 og 2021.

smit

Um þetta leyti í fyrra voru landsmenn glaðir og kátir að skemmta sér, ferðast innanlands og njóta lífsins. Síðan fór smitum eitthvað að fjölga, í örfá á dag. Örvænting greip um sig og aðgerðir hertar. Þjóðhátíð blásin af. Í kjölfarið, eftir að fólki var bannað að hittast, fór smitum að fjölgast, svona eins og loftborin veira hafi ekki fengið minnisblöðin. Í framhaldinu tók við langdregin og nánast endalaus hrina takmarkana og lokana.

Ef smit (nú á tímum afbrigða og bólusettra smitbera) verða áfram eini mælikvarði yfirvalda þá getur Jónsi alveg eins byrjað að gera aðrar áætlanir en halda Aldamótatónleika. 


mbl.is „Ofboðslega mikil eftirspurn eftir þessari hugmynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem öll nánast smit að undanförnu hafa greinst hjá bólusettum og þeir fáu óbólusettu sem hafa greinst smituðust af bólusettum, hljóta nýju takmarkanirnar fyrst og fremst og fremst að verða að ná til hinna bólusettu þar sem fyrir liggur að af þeim stafar mesta hættan.

Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að halda Aldamótatónleika fyrir óbólusetta þar sem þeir hafa ekki smitað neinn að undanförnu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2021 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband