Er utanríkisráðherra að tala um samsæriskenningar (yfirvalda)?

„Frjór jarðveg­ur hef­ur skap­ast fyr­ir fals­frétt­ir meðan far­sótt­in hef­ur geisað, oft sett­ar fram af ann­ar­leg­um hvöt­um eða til að grafa und­an frjáls­um lýðræðis­sam­fé­lög­um og sam­stöðu þeirra,“ sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra við upp­haf ráðstefnu um alþjóðamál í Nor­ræna hús­inu.

Er hann að vísa til þess að í upphafi veirutíma (en skyndilega ekki lengur) hafi varla mátt ræða uppruna veiru nema til að kyrja meginstefið um leðurblökur á blautmörkuðum ella hætta á ritskoðun og jafnvel brottvísun frá samfélagsmiðlum?

Er hann að vísa til þess að varla má ræða aukaverkanir hinna ýmsu nýmóðins lyfja sem nú er sprautað í unga sem gamla, konur og kalla, ólétta, hjartveika, ónæmisbælda og jafnvel ung börn án viðurkenndra prófana á stórum hópi fólks til lengri tíma?

Er hann að vísa til þess að varla megi ræða meðferðir sem ýmsir telji að dugi til að lækna sýkta eða í hið minnsta veikja veiruna og draga úr sýkingaráhrifum hennar? Og sem um leið gætu gert neyðarleyfi hinna nýrri lyfja ógild? Neyðarleyfin eru jú gefin út á þeirri forsenduengar aðrar leiðir séu vænlegar í baráttu gegn veiru.

Er hann að vísa til þess að ekki megi tala um að áhættan vegna bóluefna er fyrir flesta nema aldraða og áhættuhópa meiri en áhættan vegna veirusmits?

Er hann að vísa til þess að ekki megi gagnrýna sóttvarnarráðstafanir þótt þær séu komnar langt fram úr upphaflegum yfirlýsingum um að tímabundið fletja út kúrvu, verja heilbrigðiskerfið og kortleggja áhættuhópa?

Er hann að vísa til þess að nánast algjör þögn ríkir um óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða fyrir utan þær sem blasa við í formi atvinnuleysis og skuldsetningar hins opinbera?

Eða eitthvað annað?

Það væri fínt að fá nánari útskýringar á orðum utanríkisráðherra.


mbl.is „Upplýst umræða“ það eina sem getur bjargað okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Viðbót.

Það er erfitt að gagnrýna stjórnmálamenn. 

Ef að þeir leyfa sér að segja satt þá eru myndirnar sem teknar hafa verið í einkalífinu stílfærðar og þá þannig að það komi þeim illa. 

Kennedy skrifaði peningana, dollarann beint frá ríkinu. 

Við vitum að peningur er aðeins bókhald. 

Nixon var af fátæku fólki kominn og þurfti móðir hanns að taka nokkra ósjálfbjarga menn til að gæta þeirra, til að geta gætt sonar síns sem þurfti gæslu. 

Sagt var að Nixon hefði flutt ræðu á einhverri heilsu ráðstefnu, og sagt að Bandaríkjamenn yrðu að geta notið læknaþjónustu ókeypis að mestu eins og á Norðurlöndunum og í Evrópu. 

Sjúkrasamlög?

Þá var leitað að einhverju til að koma Nixon frá. 

Nixon hafði látið taka allt upp sem sagt var í ráðuneytunum, til að alltaf mætti finna hvernig málin gengu fyrir sig. 

Þá fundu þeir að ráðuneytisstarfsmenn höfðu haldið smá teiti í ráðuneytinu og þá smakkað áfengi. 

Þá fóru einherjir starfsmenn að segja frá því að þeir hefðu verið sniðgir og náð einhverjum gögnum frá Demokrötum. 

Nixon klappaði á bakið á þeim, og sagði eitthvað á þá leið að þeir hefðu verið snjallir.

Mín túlkun.

Reyna ekki allir að lyfta starfsmönnum aðeins upp? 

Þetta athæfi mátti kalla að fara yfir línuna, og neyddist Nixon til að fara frá. 

Við minnispámennirnir erum menn líka með ýmsa poka á bakinu. 

Við verðum oft að gera það sem okkur er sagt að gera.

14.8.2019 | 08:52

Klístraður, Klaustraður, erum við allir Klístraðir, Klaustraðir, settir í þá stöðu, fylltir, eftir fundi, teknar upptökur, með unglingum, og svo hótað birtingu á sviðsetningunni, og þá samþykkjum við allt, svo sem ÍSAVE, og svo sem ORKUPAKKA 3,.

000

Egilsstaðir, 16.06.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 16.6.2021 kl. 14:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við munum engar útskýringar fá frá þessum manni. Og mér er svo sem sama þar sem hann mun ekki fá mitt atkvæði.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.6.2021 kl. 18:33

4 identicon

Geir.

Allt þetta hefur mátt ræða og gagnrýna og er það gert. Auðvitað fylgjast íslenskir sérfræðingar með því sem fram fer, þó það nú væri! T.d. hafa þessi mál verið rædd ótal sinnum, klukkustundum saman, í þýskum fjölmiðlum og er auðvelt að nálgast þær umræður. 

Það er ekkert launungarmál að grunur kom upp um að veiran hafi borist frá rannsóknastofu í Kína. Sendinefnd á vegum WHO fór til Kína til þess að rannsaka þetta, en varð enskis vísari enda fékk hún litlar upplýsingar og gat hún lítið aðhafst. Það sannar þó ekki eitt eða neitt.

Það hefur alltaf verið viðurkennt að bólusetningar geta haft neikvæð áhrif, enda hefur enginn verið skyldaður til að fara í bólusetningu, a.m.k. ekki hérlendis. En eftir að þær hófust hefur alls staðar dregið úr faraldrinum. Það segir þó ekki að hann geti ekki blossð upp aftur með nýjum afbrigðum af veirunni, það hefur alltaf verið viðurkennt.

Ekki trúi ég að lyfjafyrirtækin, sem framleiða þessi bóluefni, ætli sér drepa eða sterilísera hálfan heiminn, þau myndu ekki græða á því. Þeirra markmið er nefnilega það sama og hjá veirunni, þau vilja komast af.

Satt er það, lítið hefur verið fjallað um lyf sem eiga að geta linað veikindin, en þau hafa þó verið reynd, t.d. í Bandaríkjunum og Brasilíu, en ekki held ég að árangurinn hafi verið glæsilegur. Þó var einhver læknir hér á landi að mæla með orma- eða sníklalyfi sem á að gefast vel, að hans sögn, en hann mun ekki hafa fengið miklar undirtektir.

Allt er vafa undirorpið sem gert er og auðveldara að gagnrýna heldur en að framkvæma. Ég efast þó ekki um að góð ráð séu alltaf vel þegin. Hvers vegna ekki?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.6.2021 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband